Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 21. mars 2021 10:42 Eldgos í Geldingadal við Fagradallsfjall hófst á föstudagskvöldið. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings. „Nóttin var bara svipuð og gærdagurinn. Á vefmyndavél þá sást gosið mestalla nóttina og óróastöðin sem er næst gosstöðvunum sýnir það sama,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir erfitt að meta það hvort bætt hafi í hraunflæðið úr gígnum í nótt. „Það sem við sjáum á óróastöðinni er að virknin fór aðeins upp og niður þannig það getur alveg verið að virknin hafi aukist tímabundið en það er erfitt að gefa nákvæmar tölur eins og staðan er núna,“ segir Hulda. Gasmengun getur verið lífshættuleg Hvað hafa gasmælingar verið að sýna? „Þær hafa verið að sýna mikinn styrk brennisteinsdíoxíðs þarna á svæðinu, en hins vegar þá höfum við sloppið nokkuð vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór alls ekki nálægt hættumörkum,“ svarar Hulda. Vel sé fylgst með loftgæðum en í miklu magni þá getur brennisteinsdíoxíð verið lífshættulegt. „Það er klárlega þannig, það mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar rétt eftir að gosið hófst en það sem er að koma á höfuðborgarsvæðið það veldur í mesta lagi óþægindum fyrir þá sem eru viðkvæmir,“ segir Hulda. „Það eru suðlægar áttir í dag þannig að þetta kemur örugglega eitthvað aðeins á höfuðborgarsvæðið.“ „Bara“ um hundrað skjálftar frá miðnætti Hulda segir að erfitt geti verið að spá fyrir um það hvernig hraunflæði úr gosinu komi til með að þróast. „Eins og staðan er núna þá er virknin bara svipuð og í gær,“ segir Hulda. Eru einhverjar breytingar hvað varðar skjálftavirkni? „Nei í rauninni ekki, það hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar frá miðnætti sem er bara með minnsta móti miðað við síðustu vikur. Við fengum einn skjálfta samt nálægt Grindavík í nótt sem var 3,2 að stærð en annars hefur virknin bara verið frekar lítil,“ segir Hulda. Enn hafa ekki verið gerðar mælingar eftir nóttina á umfangi hraunflæðisins en miðað við tölur frá því seinni partinn í gær var meðalþykktin á hrauninu um 5,7 metrar og rúmmálið 0,4 milljón rúmmetrar. Áfram virðist sem hraunið streymi að mestu til vesturs. „Á vefmyndavélinni áðan sýndist mér áðan vera tveir til þrír gígar virkir. Það er einn sem er stærstur og virknin er kannski mest í honum,“ segir Hulda. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
„Nóttin var bara svipuð og gærdagurinn. Á vefmyndavél þá sást gosið mestalla nóttina og óróastöðin sem er næst gosstöðvunum sýnir það sama,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir erfitt að meta það hvort bætt hafi í hraunflæðið úr gígnum í nótt. „Það sem við sjáum á óróastöðinni er að virknin fór aðeins upp og niður þannig það getur alveg verið að virknin hafi aukist tímabundið en það er erfitt að gefa nákvæmar tölur eins og staðan er núna,“ segir Hulda. Gasmengun getur verið lífshættuleg Hvað hafa gasmælingar verið að sýna? „Þær hafa verið að sýna mikinn styrk brennisteinsdíoxíðs þarna á svæðinu, en hins vegar þá höfum við sloppið nokkuð vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór alls ekki nálægt hættumörkum,“ svarar Hulda. Vel sé fylgst með loftgæðum en í miklu magni þá getur brennisteinsdíoxíð verið lífshættulegt. „Það er klárlega þannig, það mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar rétt eftir að gosið hófst en það sem er að koma á höfuðborgarsvæðið það veldur í mesta lagi óþægindum fyrir þá sem eru viðkvæmir,“ segir Hulda. „Það eru suðlægar áttir í dag þannig að þetta kemur örugglega eitthvað aðeins á höfuðborgarsvæðið.“ „Bara“ um hundrað skjálftar frá miðnætti Hulda segir að erfitt geti verið að spá fyrir um það hvernig hraunflæði úr gosinu komi til með að þróast. „Eins og staðan er núna þá er virknin bara svipuð og í gær,“ segir Hulda. Eru einhverjar breytingar hvað varðar skjálftavirkni? „Nei í rauninni ekki, það hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar frá miðnætti sem er bara með minnsta móti miðað við síðustu vikur. Við fengum einn skjálfta samt nálægt Grindavík í nótt sem var 3,2 að stærð en annars hefur virknin bara verið frekar lítil,“ segir Hulda. Enn hafa ekki verið gerðar mælingar eftir nóttina á umfangi hraunflæðisins en miðað við tölur frá því seinni partinn í gær var meðalþykktin á hrauninu um 5,7 metrar og rúmmálið 0,4 milljón rúmmetrar. Áfram virðist sem hraunið streymi að mestu til vesturs. „Á vefmyndavélinni áðan sýndist mér áðan vera tveir til þrír gígar virkir. Það er einn sem er stærstur og virknin er kannski mest í honum,“ segir Hulda.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira