Handbolti

Sunna ekki með gegn Litháen

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stelpurnar fögnuðu vel í gær og gera það vonandi aftur í kvöld.
Stelpurnar fögnuðu vel í gær og gera það vonandi aftur í kvöld. HSÍ

Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt þá 15 leikmenn sem taka þátt í mikilvægum leik gegn Litháen í kvöld. Sunna Jónsdóttir meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Grikklandi í gær og getur því ekki spilað í kvöld.

Leikurinn í kvöld gegn Litháen er gríðarlega mikilvægur, en sigurliðið fylgir Norður-Makedóníu upp úr riðlinum og tryggir sér sæti í umspili um laust sæti á HM.

Eins og fyrr segir meiddist Sunna jónsdóttir fyrir leikinn gegn Grikklandi í gær, og áður hafði Steinunn Björnsdóttir meiðst í leiknum gegn Norður-Makedóníu á föstudaginn og hún er einni enn utan hóps.

Leikurinn er klukkan 18:00 í kvöld og er honum streymt beint á Youtube, en hlekkinn má nálgast hér.

Hóp íslenska liðsins má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Steinunn ekki meira með í Skopje

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Íslands, verður væntanlega ekki meira með íslenska liðinu í Skopje í Norður-Makedóníu.

Saga Sif kemur inn fyrir Steinunni

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðisins í handbolta, verður ekki með þegar liðið mætir Grikklandi í kvöld. Steinunn meiddist þegar stelpurnar töpuðu gegn Norður Makedóníu í gærkvöldi. Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn í hennar stað og gæti spilað sinn fyrsta landsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×