Innlent

Telja ekki hættu á gasmengun nema næst gosstöðvunum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mynd af eldgosinu í Geldingadal frá því í gær. 
Mynd af eldgosinu í Geldingadal frá því í gær.  Vísir/RAX

Eldgos heldur áfram og hraunflæði virðist vera stöðugt samkvæmt nýrri færslu Veðurstofu Íslands á Twitter.

Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og er talið að ekki sé mikil hætta á að gasmengun komi til með að valda miklum óþægindum nema næst gosstöðvunum.

Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal en gsmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar.  Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir gosið miklu minna en gosið á Fimmvörðuhálsi. Mögulega þriðjungi eða fjórðungi minna. 

Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að gasmengun sé ekki mikil í mikilli fjarlægð gosinu. Öðru máli gegnir um gossvæðið sjálft, sérstaklega í lægð þar sem er enginn vindur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×