Segir að fólk hafi verið að „gleyma sér í gleðinni“ áður en svæðinu var lokað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2021 17:26 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að vilji hafi verið til að hafa svæðið opið en fólk hafi hegðað sér fremur óvarlega á gossvæðinu í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadölum seinnipartinn í dag. „Það er svolítið um það að fólk sé að fara upp á þennan hrygg, Móbergshrygginn þar sem stærsti gígurinn er núna. Fólk var að fara heldur nálægt. Það getur hrunið úr hlíðunum á þessum gíg og hraunið farið af stað þar út og það getur gerst býsna hratt,“ sagði Rögnvaldur. „Það er líka hætta á því að það geti gosið á öðrum stöðum á þessum Móbergshrygg því þar eru leifar af öðru eldgosi á þessum sama stað. Þannig það var skynsamlegast að loka þessu svæði því það er vel hægt að fara á staðinn og njóta þess sem er þarna án þess að vera alveg ofan í þessu.“ Þurfti að stugga við fólki En nú lá það alveg fyrir frá upphafi að það gæti gerst fyrirvaralaust en samt hefur svæðið verið opið. Kom eitthvað meira til sem varð til þess að nú var tekin ákvörðun um að loka svæðinu? „Það var vilji til þess að reyna að hafa þetta þannig að fólk geti farið þangað. Það voru gefnar út góðar leiðbeiningar um hvað beri að varast og hvernig fólk ætti að haga sér og síðan kemur í ljós að það þarf að minna fólk á það að það er að gleyma sér í gleðinni þarna upp frá og okkar fólk þurfti að stugga við fólki þannig það var sjálfu sér ekkert annað í stöðunni en að loka þessum bletti.“ Finnst þér þá að fólk hafi farið óvarlega að svæðinu í dag og í gær? Já svona, það var allavegana svigrúm til bætinga varðandi hefðun fólks þarna á svæðinu það er alveg klárt. Þess vegna var farin þessi leið að loka svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21 Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadölum seinnipartinn í dag. „Það er svolítið um það að fólk sé að fara upp á þennan hrygg, Móbergshrygginn þar sem stærsti gígurinn er núna. Fólk var að fara heldur nálægt. Það getur hrunið úr hlíðunum á þessum gíg og hraunið farið af stað þar út og það getur gerst býsna hratt,“ sagði Rögnvaldur. „Það er líka hætta á því að það geti gosið á öðrum stöðum á þessum Móbergshrygg því þar eru leifar af öðru eldgosi á þessum sama stað. Þannig það var skynsamlegast að loka þessu svæði því það er vel hægt að fara á staðinn og njóta þess sem er þarna án þess að vera alveg ofan í þessu.“ Þurfti að stugga við fólki En nú lá það alveg fyrir frá upphafi að það gæti gerst fyrirvaralaust en samt hefur svæðið verið opið. Kom eitthvað meira til sem varð til þess að nú var tekin ákvörðun um að loka svæðinu? „Það var vilji til þess að reyna að hafa þetta þannig að fólk geti farið þangað. Það voru gefnar út góðar leiðbeiningar um hvað beri að varast og hvernig fólk ætti að haga sér og síðan kemur í ljós að það þarf að minna fólk á það að það er að gleyma sér í gleðinni þarna upp frá og okkar fólk þurfti að stugga við fólki þannig það var sjálfu sér ekkert annað í stöðunni en að loka þessum bletti.“ Finnst þér þá að fólk hafi farið óvarlega að svæðinu í dag og í gær? Já svona, það var allavegana svigrúm til bætinga varðandi hefðun fólks þarna á svæðinu það er alveg klárt. Þess vegna var farin þessi leið að loka svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21 Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21
Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39