Handbolti

Sigursteinn Arndal: Við létum hann líta full vel út

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH

Sigursteinn Arndal var sáttur með sigur sinna manna á Selfossi í Olís-deild karla í kvöld. 

,,Ég er ótrúlega lukkulegur með þetta. Ánægður með sigurinn,“ sagði Sigursteinn í leikslok.

Það er hægt að segja að enginn bjóst við að FH myndi vinna þennan leik miðað við gengi þeirra í byrjun fyrri hálfleiks þar sem þeir voru komnir með 4 mörk eftir 20. mínútur.

,,Það vantaði mikið tempó og svo vantaði nátturulega bara að nýta færin. Hann stóð sig frábærlega í markinu hjá Selfyssingum en við létum hann líta full vel út.“

Sigursteinn stappaði stálinu í sína menn í hálfleik og snéri allt annað lið á völlinn í seinni hálfleik.

,,Við vorum búnir að koma okkur inn í leikinn í hálfleik. Það var jafnt í hálfleik og við töluðum um að halda áfram með varnarleikinn sem við vorum búnir að vera spila í fyrri hálfleik og halda áfram tempóinu. Við vissum að við myndum stinga þá af á eitthverjum tímapunkti.“

Aðspurður út í fjarveru Jóhans Birgis og Egils sagði hann að það væru smávegis meiðsl en kom því einnig að, að það vanti nú menn á skýrslu hjá öllum liðum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×