Innlent

Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá gosstöðvunum í Geldingadal í gær.
Frá gosstöðvunum í Geldingadal í gær. Vísir/Vilhelm

Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi.

Hann segir rosalega mörg símtöl hafa borist aðgerðarstjórn í Grindavík vegna svæðisins og greinilega margir sem hafa hug á för í Geldingardal í dag.

Samráðsfundur vísindamanna, lögreglu, almannavarna og björgunarsveita hefst klukkan tíu. Davíð segir að gefin verði út tilkynning að fundi loknum um aðgengi að gosstöðvunum í dag.

Lokun frá því í gær er enn í gildi þar til annað verður ákveðið. Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu í morgun að milt veður væri í morgun sem eru kjöraðstæður fyrir gasmengun á svæðinu. Hins vegar eigi að bæta í vindinn með deginum en von er á suðvestanátt.


Tengdar fréttir

Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði

Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn.

Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið

Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×