Þrír til að fylgjast með hjá Dönum: Næstum því seldur til Aston Villa og „floppið“ hjá Kompany Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 07:01 Danirnir áttu ansi góðan leik á fimmtudag. Peter Zador/Getty Íslenska landsliðið skipað leikmönum 21 árs og yngri mætir í dag Dönum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Ungverjalandi. Íslenska liðið fékk gegn Rússum í fyrsta leik riðilsins á fimmtudag á meðan Danir unnu 1-0 sigur á Frökkum. Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021 EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira