Þrír til að fylgjast með hjá Dönum: Næstum því seldur til Aston Villa og „floppið“ hjá Kompany Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 07:01 Danirnir áttu ansi góðan leik á fimmtudag. Peter Zador/Getty Íslenska landsliðið skipað leikmönum 21 árs og yngri mætir í dag Dönum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Ungverjalandi. Íslenska liðið fékk gegn Rússum í fyrsta leik riðilsins á fimmtudag á meðan Danir unnu 1-0 sigur á Frökkum. Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021 EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira