Ekki þægilegt fyrir starfsfólkið að heyra að smit væri komið upp Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 19:01 Leikskólastjórar harma að takmarkanir hafi ekki verið settar á starfsemi leikskóla. Leikskólastjóri vill sjá lágmarksstarfsemi á leikskólum fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Fram hefur komið að hljóðið sé þungt í leikskólakennurunum. Formaður félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Undir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem harmar þá ákvörðun að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla. Samráðsfulltrúi leikskólastjóra, sem einnig er leikskólastjóri á Sólborg, segir leikskólastjóra hafa óskað sérstaklega eftir því á fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í gærkvöldi að það yrði starfsdagur í dag. „Ég ætla ekkert að neita því að það voru mikil vonbrigði þegar það var tilkynnt að við þyrfum að opna klukkan tólf í dag,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. Það þurfi tíma til að undirbúa húsnæðið í takt við nýjar reglur. Þá eigi starfsmenn á leikskólum börn í grunnskólum eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það var ekkert þægilegt að koma í vinnuna fyrir starfsfólkið og heyra að það væri komið upp smit í hverfisskólanum,“ segir Guðrún og bætir við að börn á leikskólanum eigi mörg hver eldri systkini. Þá segir hún að mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum. „Þá segir fólk á móti: já, en þau geta smitað okkur. Auðvitað vitum við að börn á leikskólaaldri eru ekki að fara virða fjarlægðarmörk,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Fram hefur komið að hljóðið sé þungt í leikskólakennurunum. Formaður félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Undir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem harmar þá ákvörðun að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla. Samráðsfulltrúi leikskólastjóra, sem einnig er leikskólastjóri á Sólborg, segir leikskólastjóra hafa óskað sérstaklega eftir því á fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í gærkvöldi að það yrði starfsdagur í dag. „Ég ætla ekkert að neita því að það voru mikil vonbrigði þegar það var tilkynnt að við þyrfum að opna klukkan tólf í dag,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. Það þurfi tíma til að undirbúa húsnæðið í takt við nýjar reglur. Þá eigi starfsmenn á leikskólum börn í grunnskólum eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það var ekkert þægilegt að koma í vinnuna fyrir starfsfólkið og heyra að það væri komið upp smit í hverfisskólanum,“ segir Guðrún og bætir við að börn á leikskólanum eigi mörg hver eldri systkini. Þá segir hún að mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum. „Þá segir fólk á móti: já, en þau geta smitað okkur. Auðvitað vitum við að börn á leikskólaaldri eru ekki að fara virða fjarlægðarmörk,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34
Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32
Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10