Fótbolti

Mikael segist ekki vera meiddur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Neville Anderson er ekki í byrjunarliði Íslands.
Mikael Neville Anderson er ekki í byrjunarliði Íslands. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET

Mikael Neville Anderson var meðal varamanna íslenska U21 árs landsliðinu sem tapaði 4-1 gegn Rússlandi á EM nú rétt í þessu. Fyrir leik var talað um að Mikael væri meiddur á nára en það ku ekki eiga við rök að styðjast.

Fótbolti.net greindi frá og var tekið undir þá staðhæfingu í útsendingu RÚV frá leiknum. Mikael hefur nú sjálfur tekið fyrir að hafa verið meiddur og talar um falsfréttir.

Ísland tapaði eins og áður sagði 4-1 gegn Rússlandi og átti því miður í raun ekki roð í öflugt lið Rússa. Einföld mörk undir lok fyrri hálfleiks þýddu að sigur var í raun ekki möguleiki er flautað var til hálfleiks. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var sagt frá því að Mikael væri meiddur á nára og þess vegna á varamannabekk Íslands. Því hefur nú verið breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×