Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 21:58 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því eldgos hófst í Geldingadölum á föstudag. Sumir hafa tekið ferfætta vini með sér. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt. Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021 Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum. Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum. Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín. Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt. Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021 Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum. Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum. Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira