Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. mars 2021 20:02 Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi Vilhelm Gunnarsson Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Þúsundir heimsóttu gosstöðvarnar í dag enda var ágætis veður á svæðinu þrátt fyrir snjó og frost. Lögreglan á Suðurnesjum opnaði fyrir umferð um Suðurstrandaveg að svæðinu upp úr klukkan níu í morgun en þá hafði vegurinn verið lokaður í tæpan sólarhring vegna vonskuveðurs. Um fimm hundrað bílastæðum var fjölgað á svæðinu í dag og stýrði lögregla umferð. Loka fyrir umferð klukkan níu Lögreglan lokaði svo veginum um tíma í dag þar sem öll bílastæði voru full og verður svæðinu svo aftur lokað klukkan níu í kvöld. Er það gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarliða sem staðið hafa vaktina í rúma viku. Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum Áhyggjur hafa verið uppi um að fólk komi beint frá útlöndum að gossvæðinu og sniðgangi sóttkví. Virkt eftirlit með þessu var tekið upp í Leifsstöð og við stikuðu leiðina að gossvæðinu í gær. „Þeir sem sinna eftirliti í flugstöð hafa sagt okkur það að þeir sem ætla að dvelja hér í tvo til fimm sólarhringa, þetta eru einstaklingar sem eru bólusettir eða hafa áður fengið Covid,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ekkert bendir til að gosið sé að klárast Í nótt munu sérfræðingar á Veðurstofunni kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgosins en óróamælingar gætu bent til þess þó of snemmt sé að fullyrða það. Ekkert bendir þó til að gosið sé að klárast. Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er það orðið fimmtán metra þykkt. Eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds segir að ef gosið haldi áfram næstu sjö daga muni hraunið flæða í Meradali. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Þúsundir heimsóttu gosstöðvarnar í dag enda var ágætis veður á svæðinu þrátt fyrir snjó og frost. Lögreglan á Suðurnesjum opnaði fyrir umferð um Suðurstrandaveg að svæðinu upp úr klukkan níu í morgun en þá hafði vegurinn verið lokaður í tæpan sólarhring vegna vonskuveðurs. Um fimm hundrað bílastæðum var fjölgað á svæðinu í dag og stýrði lögregla umferð. Loka fyrir umferð klukkan níu Lögreglan lokaði svo veginum um tíma í dag þar sem öll bílastæði voru full og verður svæðinu svo aftur lokað klukkan níu í kvöld. Er það gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarliða sem staðið hafa vaktina í rúma viku. Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum Áhyggjur hafa verið uppi um að fólk komi beint frá útlöndum að gossvæðinu og sniðgangi sóttkví. Virkt eftirlit með þessu var tekið upp í Leifsstöð og við stikuðu leiðina að gossvæðinu í gær. „Þeir sem sinna eftirliti í flugstöð hafa sagt okkur það að þeir sem ætla að dvelja hér í tvo til fimm sólarhringa, þetta eru einstaklingar sem eru bólusettir eða hafa áður fengið Covid,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ekkert bendir til að gosið sé að klárast Í nótt munu sérfræðingar á Veðurstofunni kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgosins en óróamælingar gætu bent til þess þó of snemmt sé að fullyrða það. Ekkert bendir þó til að gosið sé að klárast. Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. Hraun hefur nú þakið botna Geldingadala og er það orðið fimmtán metra þykkt. Eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds segir að ef gosið haldi áfram næstu sjö daga muni hraunið flæða í Meradali.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira