Innlent

Litlar breytingar orðið á gos­stöðvunum í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Gosið hefur nú staðið í tíu daga.
Gosið hefur nú staðið í tíu daga. Vísir/Vilhelm

Gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga heldur sínu striki og litlar breytingar virðast hafa orðið á gosstöðvunum í nótt.

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands segir að gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum.

Það sé þó lögregla sem taki ákvörðun um að opna svæðið og býst hún við því að sú ákvörðun verði tekin núna um sjöleytið.

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið í Þrengslum í morgun. Klukkan tíu mínútur í fimm mældist einn upp á 2,9 stig sem fannst á Veðurstofunni og um hálftíma síðar reið annar yfir upp á 2,6 stig.

Salóme segir að sérfræðingar skoði nú hvað þessi hrina í Þrengslunum kunni að tákna.


Tengdar fréttir

Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar

Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×