Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 20:55 Mynd sem ljósmyndari Vísis tók við gosstöðvarnar í kvöld. Lengst til hægri má sjá hvernig hraunið glóir enn þrátt fyrir að vera langt frá gígunum tveimur. Vísir/Vilhelm Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58