„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 22:00 Löng bílaröð að bílastæðaaðstöðu við gönguleiðina að gosinu myndaðist í kvöld. Vísir/Arnar Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. „Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira