„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 22:00 Löng bílaröð að bílastæðaaðstöðu við gönguleiðina að gosinu myndaðist í kvöld. Vísir/Arnar Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. „Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira