Þrír til að fylgjast með hjá Frökkum: Eftirsóttasti miðvörður Evrópu, lykilmaður Lille og markamaskínan hjá Celtic Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2021 07:00 Frakkar eru með ógnarsterkan leikmannahóp og því erfitt að velja aðeins þrjá leikmenn til að fylgjast með í leik dagsins. Chris Ricco/Getty Images Íslenska landsliðið skipað leikmönum 21 árs og yngri mætir í dag Frakklandi í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ungverjalandi. Ísland er án sigurs eftir töp gegn Rússum og Dönum. Frakkar töpuðu óvænt fyrir Dönum og þurfa sigur til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Þeir stilla því eflaust upp sínu sterkasta liði og má reikna með að þessir þrír leikmenn hér að neðan verði allir í liðinu ólíkt því sem gerðist í Dana leiknum. Þar var aðeins einn af þremur leikmönnum í byrjunarliðinu sem og ungstirnið Wahid Faghir var einnig á bekknum. Í raun væri auðveldast að setja tíu leikmenn á þennan lista þar sem franska liðið er stútfullt af hæfileikum. Við látum þessa þrjá hins vegar duga að sinni. Jules Koundé [Sevilla] Koundé í baráttunni við einn þann besta frá upphafi. Hann hins vegar að kljást við Brynjólf Andersen Willumsson og fleiri góða í dag.EPA-EFE/ALBERTO ESTEVEZ Hinn klassíski „nútímamiðvörður.“ Hann er aðeins 1.78 metrar á hæð en flinkur á boltann og góður að spila út úr vörninni. Hann er eftirsóttur af fjölmörgum liðum álfunnar og ef ekki væri fyrir kórónufaraldurinn og tómar hirslur stórliða Evrópu yrði hann seldur í sumar. Það gæti þó verið að hann taki annað tímabil með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. The Athletic kafaði djúp ofan í leikstíl og feril hins 22 ára gamla Koundé til þessa. Eftir að hafa spilað 30 leiki með B-liði Bordeaux fékk hann óvænt tækifærið með aðalliðinu þegar allir miðverðir liðsins voru óvænt meiddir á sama tíma. Það var í janúar 2018 en þá var Koundé aðeins 19 ára gamall. Hann hefur ekki litið um öxl síðan. Hann lék alls 55 leiki fyrir Bordeaux áður en hann var seldur til Sevilla sumarið 2019 á 25 milljónir evra. Það ásamt nokkrum bónusgreiðslum gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu Sevilla. Miðað við verðið á góðum miðvörðum í dag má reikna með að Sevilla fái þá upphæð tvöfalda til baka þegar Koundé verður seldur. Það er í raun bara tímaspursmál hvenær það gerist. Koundé hefur aðeins leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Frakklands og einn fyrir U-20 ára liðið. Þá á hann eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en það styttist í það. Jonathan Ikoné [Lille] Jonathan Ikoné skoraði seinna mark Frakka í 2-0 sigrinum á Rússum.Chris Ricco/Getty Images Ikoné er lykilmaður í liði Lille sem er óvænt að berjast við Paris Saint-Germain á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar. Þegar 30 umferðir eru búnar eru liðin jöfn með 63 stig á toppi deildarinnar. Ikoné ólst upp hjá PSG og lék alls 19 leiki með PSG II og svo fjóra leiki með aðalliðinu. Hann fór svo á lán til Montpellier þar sem hann spilaði 32 leiki áður en Lille keypti hann árið 2018. Hann er minni en Koundé eða 1.75 metrar á hæð og er í treyju númer 10 hjá Lille. Það ætti því í rauninni ekki að þurfa útskýra frekar hvernig leikmann er um að ræða. Hann er þó mjög fjölhæfur og hefur leikið úti hægra megin, í holunni og upp á topp hjá Lille á leiktíðinni. Hjá franska liðinu verður hann þó eflaust einn þriggja miðjumanna liðsins en þar nýtast hæfileikar hans best. Honum finnst gaman að rekja knöttinn og stinga boltanum í gegnum varnir andstæðinganna. Hans helsti galli er að hann er full latur varnarlega. Verandi örvfættur á hægri vængnum hjá Lille þá kemur hann mikið inn á völlinn en ef miða má við síðasta leik Frakklands þá verður hann vinstra megin á miðjunni. Segja má að Ikoné sé barnastjarna en hann á alls að baki 56 leiki fyrir yngri landslið Frakka, þar af 16 fyrir U-21 árs landsliði. Hann hefur alls skorað 23 mörk í leikjunum 56 og þá á hann einnig að baki fjóra A-landsleiki. Odsonne Édouard [Celtic] Odsonne Édouard í leiknum gegn Rússum.EPA-EFE/CSABA KRISZAN Hinn 23 ára gamli Édouard er markamaskína af gamla skólanum. Hann er 1.87 á hæð og einblínir á að skora mörk, enda er það eitthvað sem hann er mjög góður í. Édouard, líkt og Ikoné, hóf feril sinn í varaliði PSG. Þar skoraði hann fimm mörk í 15 leikjum. Hann fór svo á láni til Toulouse en fann sig ekki, þaðan lá leiðin til Celtic á láni þar sem hann skoraði níu mörk í 22 leikjum. Skoska félagið keypti hann 2018 og þar hefur hann raðað inn mörkunum síðan. Alls hefur hann skorað 19 mörk í 33 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð ásamt því að leggja upp þrjú. Tölfræði hans með yngri landsliðum Frakklands er svo í raun ógnvænleg. Alls hefur hann leikið 46 leiki og skorað 40 mörk hvorki meira né minna, þar af eitt í 2-0 sigri Frakklands á Rússlandi nú á dögunum. Alls hefur hann skorað 16 mörk yfir U-21 árs landslið Frakklands en það er met. Enginn franskur leikmaður hefur skorað meira í þeim aldursflokki. Last night, Odsonne Édouard became the top scorer in the history of the France U21s with 16 goals. pic.twitter.com/Z8RNOin5dS— Get French Football News (@GFFN) March 29, 2021 Hvort Édouard eigi upp á pallborðið hjá Didier Deschamps – þjálfara heimsmeistara Frakklands – á eftir að koma í ljós en hann ætlar sér eflaust að enda ferilinn með U-21 árs landsliðinu með titli og helst markakóngstitli í leiðinni. Íslenska vörnin þarf því að hafa góðar gætur á þessum margslungna leikmanni síðar í dag. Aðrir leikmenn sem vert að fylgjast með: Alban Lafont [markvörður, Nantes], Ibrahima Konaté [varnarmaður, RB Leipzig], Wesley Fofana [varnarmaður, Leicester City], Eduardo Camavinga [miðjumaður, Rennes], Aurelien Tchouameni [miðjumaður, Monaco] og Amine Gouiri [sóknarmaður, Nice]. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Frakkar töpuðu óvænt fyrir Dönum og þurfa sigur til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Þeir stilla því eflaust upp sínu sterkasta liði og má reikna með að þessir þrír leikmenn hér að neðan verði allir í liðinu ólíkt því sem gerðist í Dana leiknum. Þar var aðeins einn af þremur leikmönnum í byrjunarliðinu sem og ungstirnið Wahid Faghir var einnig á bekknum. Í raun væri auðveldast að setja tíu leikmenn á þennan lista þar sem franska liðið er stútfullt af hæfileikum. Við látum þessa þrjá hins vegar duga að sinni. Jules Koundé [Sevilla] Koundé í baráttunni við einn þann besta frá upphafi. Hann hins vegar að kljást við Brynjólf Andersen Willumsson og fleiri góða í dag.EPA-EFE/ALBERTO ESTEVEZ Hinn klassíski „nútímamiðvörður.“ Hann er aðeins 1.78 metrar á hæð en flinkur á boltann og góður að spila út úr vörninni. Hann er eftirsóttur af fjölmörgum liðum álfunnar og ef ekki væri fyrir kórónufaraldurinn og tómar hirslur stórliða Evrópu yrði hann seldur í sumar. Það gæti þó verið að hann taki annað tímabil með Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. The Athletic kafaði djúp ofan í leikstíl og feril hins 22 ára gamla Koundé til þessa. Eftir að hafa spilað 30 leiki með B-liði Bordeaux fékk hann óvænt tækifærið með aðalliðinu þegar allir miðverðir liðsins voru óvænt meiddir á sama tíma. Það var í janúar 2018 en þá var Koundé aðeins 19 ára gamall. Hann hefur ekki litið um öxl síðan. Hann lék alls 55 leiki fyrir Bordeaux áður en hann var seldur til Sevilla sumarið 2019 á 25 milljónir evra. Það ásamt nokkrum bónusgreiðslum gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu Sevilla. Miðað við verðið á góðum miðvörðum í dag má reikna með að Sevilla fái þá upphæð tvöfalda til baka þegar Koundé verður seldur. Það er í raun bara tímaspursmál hvenær það gerist. Koundé hefur aðeins leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Frakklands og einn fyrir U-20 ára liðið. Þá á hann eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en það styttist í það. Jonathan Ikoné [Lille] Jonathan Ikoné skoraði seinna mark Frakka í 2-0 sigrinum á Rússum.Chris Ricco/Getty Images Ikoné er lykilmaður í liði Lille sem er óvænt að berjast við Paris Saint-Germain á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar. Þegar 30 umferðir eru búnar eru liðin jöfn með 63 stig á toppi deildarinnar. Ikoné ólst upp hjá PSG og lék alls 19 leiki með PSG II og svo fjóra leiki með aðalliðinu. Hann fór svo á lán til Montpellier þar sem hann spilaði 32 leiki áður en Lille keypti hann árið 2018. Hann er minni en Koundé eða 1.75 metrar á hæð og er í treyju númer 10 hjá Lille. Það ætti því í rauninni ekki að þurfa útskýra frekar hvernig leikmann er um að ræða. Hann er þó mjög fjölhæfur og hefur leikið úti hægra megin, í holunni og upp á topp hjá Lille á leiktíðinni. Hjá franska liðinu verður hann þó eflaust einn þriggja miðjumanna liðsins en þar nýtast hæfileikar hans best. Honum finnst gaman að rekja knöttinn og stinga boltanum í gegnum varnir andstæðinganna. Hans helsti galli er að hann er full latur varnarlega. Verandi örvfættur á hægri vængnum hjá Lille þá kemur hann mikið inn á völlinn en ef miða má við síðasta leik Frakklands þá verður hann vinstra megin á miðjunni. Segja má að Ikoné sé barnastjarna en hann á alls að baki 56 leiki fyrir yngri landslið Frakka, þar af 16 fyrir U-21 árs landsliði. Hann hefur alls skorað 23 mörk í leikjunum 56 og þá á hann einnig að baki fjóra A-landsleiki. Odsonne Édouard [Celtic] Odsonne Édouard í leiknum gegn Rússum.EPA-EFE/CSABA KRISZAN Hinn 23 ára gamli Édouard er markamaskína af gamla skólanum. Hann er 1.87 á hæð og einblínir á að skora mörk, enda er það eitthvað sem hann er mjög góður í. Édouard, líkt og Ikoné, hóf feril sinn í varaliði PSG. Þar skoraði hann fimm mörk í 15 leikjum. Hann fór svo á láni til Toulouse en fann sig ekki, þaðan lá leiðin til Celtic á láni þar sem hann skoraði níu mörk í 22 leikjum. Skoska félagið keypti hann 2018 og þar hefur hann raðað inn mörkunum síðan. Alls hefur hann skorað 19 mörk í 33 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð ásamt því að leggja upp þrjú. Tölfræði hans með yngri landsliðum Frakklands er svo í raun ógnvænleg. Alls hefur hann leikið 46 leiki og skorað 40 mörk hvorki meira né minna, þar af eitt í 2-0 sigri Frakklands á Rússlandi nú á dögunum. Alls hefur hann skorað 16 mörk yfir U-21 árs landslið Frakklands en það er met. Enginn franskur leikmaður hefur skorað meira í þeim aldursflokki. Last night, Odsonne Édouard became the top scorer in the history of the France U21s with 16 goals. pic.twitter.com/Z8RNOin5dS— Get French Football News (@GFFN) March 29, 2021 Hvort Édouard eigi upp á pallborðið hjá Didier Deschamps – þjálfara heimsmeistara Frakklands – á eftir að koma í ljós en hann ætlar sér eflaust að enda ferilinn með U-21 árs landsliðinu með titli og helst markakóngstitli í leiðinni. Íslenska vörnin þarf því að hafa góðar gætur á þessum margslungna leikmanni síðar í dag. Aðrir leikmenn sem vert að fylgjast með: Alban Lafont [markvörður, Nantes], Ibrahima Konaté [varnarmaður, RB Leipzig], Wesley Fofana [varnarmaður, Leicester City], Eduardo Camavinga [miðjumaður, Rennes], Aurelien Tchouameni [miðjumaður, Monaco] og Amine Gouiri [sóknarmaður, Nice].
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira