Suðri gefur eftir en Norðri gefur í Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 12:14 Hraun spýtist upp úr tveimur gígum í Geldingadölum á Reykjanesi. Suðri er að gefa eftir meðan Norðri bætir í. Vísir/Vilhelm Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. „Norðri hefur gefið aðeins í og einkennist virknin af sveiflukenndu sígosi sem viðheldur 10-15 m hárri kvikustrókanefnu. Töluvert magna af kvikustróka-slettunum frá honum fellur í og sameinast hraunstraumnum sem vellur út úr gígnum. Þetta endar kannski með að flæðið frá Norðra breytist í fallegt kvikustrókahraun? Eitthvað virðist hafa dregið úr Suðra, en samt puðrar hann áfram. Hraunkvikan stendur hátt í honum, gosopið virðist hafa þrengst og barmarnir hækkað,“ segir í færslunni. Þar kemur fram að þetta sé dæmigert fyrir aflminni virkni, eða suðu, sem drifin er áfram af einstökum blöðrusprengingum og kasta slettunum einungis upp á veggina umhverfis gígopið. Við það hækka veggirnir hraðar en annars. „Athugið, stærstu gígarnir, eru myndaðir af aflminnstu virkninni og á löngum tíma – einfaldlega vegna þess að virknin hefur ekki aflið til þess að dreifa gosefnunum og þess vegna hlaðast þau upp í kringum gígopið. Jafnframt fellur stöðugur taumur hrauns frá Suðra og stendur útflæðið töluvert hærra en í Norðra. Þannig að enn þá virðist engin samgangur vera með gígunum, a.m.k. ekki í allra efsta hluta gosrásarinnar.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. „Norðri hefur gefið aðeins í og einkennist virknin af sveiflukenndu sígosi sem viðheldur 10-15 m hárri kvikustrókanefnu. Töluvert magna af kvikustróka-slettunum frá honum fellur í og sameinast hraunstraumnum sem vellur út úr gígnum. Þetta endar kannski með að flæðið frá Norðra breytist í fallegt kvikustrókahraun? Eitthvað virðist hafa dregið úr Suðra, en samt puðrar hann áfram. Hraunkvikan stendur hátt í honum, gosopið virðist hafa þrengst og barmarnir hækkað,“ segir í færslunni. Þar kemur fram að þetta sé dæmigert fyrir aflminni virkni, eða suðu, sem drifin er áfram af einstökum blöðrusprengingum og kasta slettunum einungis upp á veggina umhverfis gígopið. Við það hækka veggirnir hraðar en annars. „Athugið, stærstu gígarnir, eru myndaðir af aflminnstu virkninni og á löngum tíma – einfaldlega vegna þess að virknin hefur ekki aflið til þess að dreifa gosefnunum og þess vegna hlaðast þau upp í kringum gígopið. Jafnframt fellur stöðugur taumur hrauns frá Suðra og stendur útflæðið töluvert hærra en í Norðra. Þannig að enn þá virðist engin samgangur vera með gígunum, a.m.k. ekki í allra efsta hluta gosrásarinnar.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51
Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37