Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 08:25 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Geldingadali til að sjá eldgosið, sem þykir mikið sjónarspil. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu. „Mér líst bara vel á daginn, það er gott veður. Það er útlit fyrir góðan dag til göngu. Þú fengir ekki betri dag á þessum árstíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi og bætir því við að milt sé í veðri og sólin hafi farið að láta sjá sig snemma í morgun. Hann segir að ekki jafn margir hafi verið mættir fyrir opnun og í gær. Hann taldi þó tugi bíla á svæðinu við opnun. „Maður þorir ekki að segja það upphátt, en kannski er að nást eitthvað jafnvægi í þetta,“ segir Gunnar. Hann bendir á að bílastæðin á svæðinu hafi ekki fyllst á neinum tímapunkti í gær. Umferðin hafi verið jöfn. Þá telur hann að rútuferðir úr Grindavík og að upphafi gönguleiðarinnar, spili þar inn í. „Eftir því sem leið á daginn voru rúturnar notaðar meira og meira. Það skilar því að færri bílar fara inn á svæðið, það hjálpar. Virðist vera úrræði sem virkar vel,“ segir Gunnar og kveðst ánægður með úrræðið. Fyrsta reynsla af því lofi að minnsta kosti góðu. Gærdagurinn slysalaus Gunnar segir þá að líkt og í fyrradag, hafi gærdagurinn í raun verið slysalaus meðan bjart var. Hins vegar hafi verið eitthvað um minni háttar slys og erfiðleika á gönguleiðinni þegar komið var myrkur. „Þá fóru að koma upp einhver tilfelli um gönguhnjask og þreytu. Svo þurftum við að aðstoða einn eða tvo astmasjúklinga, en það var ekkert alvarlegt. Annars var þetta mjög góður dagur í gær.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
„Mér líst bara vel á daginn, það er gott veður. Það er útlit fyrir góðan dag til göngu. Þú fengir ekki betri dag á þessum árstíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi og bætir því við að milt sé í veðri og sólin hafi farið að láta sjá sig snemma í morgun. Hann segir að ekki jafn margir hafi verið mættir fyrir opnun og í gær. Hann taldi þó tugi bíla á svæðinu við opnun. „Maður þorir ekki að segja það upphátt, en kannski er að nást eitthvað jafnvægi í þetta,“ segir Gunnar. Hann bendir á að bílastæðin á svæðinu hafi ekki fyllst á neinum tímapunkti í gær. Umferðin hafi verið jöfn. Þá telur hann að rútuferðir úr Grindavík og að upphafi gönguleiðarinnar, spili þar inn í. „Eftir því sem leið á daginn voru rúturnar notaðar meira og meira. Það skilar því að færri bílar fara inn á svæðið, það hjálpar. Virðist vera úrræði sem virkar vel,“ segir Gunnar og kveðst ánægður með úrræðið. Fyrsta reynsla af því lofi að minnsta kosti góðu. Gærdagurinn slysalaus Gunnar segir þá að líkt og í fyrradag, hafi gærdagurinn í raun verið slysalaus meðan bjart var. Hins vegar hafi verið eitthvað um minni háttar slys og erfiðleika á gönguleiðinni þegar komið var myrkur. „Þá fóru að koma upp einhver tilfelli um gönguhnjask og þreytu. Svo þurftum við að aðstoða einn eða tvo astmasjúklinga, en það var ekkert alvarlegt. Annars var þetta mjög góður dagur í gær.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira