Innlent

Sjáðu nýju sprunguna úr lofti

Sylvía Hall skrifar

Ný sprunga hefur nú opnast um hálfan kílómetra norðaustur af gosstöðvunum í Geldingadölum. Sprungan er um tvö hundruð metra löng og rennur hraunið niður í Merardali.

Árni Gunnarsson náði myndbandi af nýju sprungunni úr lofti þar sem glæringarnar úr sprungunni sjást vel.

Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með nýjustu vendingum er varða sprunguna.




Tengdar fréttir

Horfðu á sprunguna opnast og glæringarnar koma upp

Þetta var vissulega óvænt en skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson, sem horfði á nýju sprunguna í Geldingadölum opnast í hádeginu í dag. Hann var nýkominn á gosstöðvarnar með tíu ára gömlu barnabarni sínu þegar sprungan opnaðist.

Klárt mál að fólk gæti verið í hættu

Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla krafta viðbragðsaðila nú fara í að koma fólki af gossvæðinu eftir að ný sprunga opnaðist. Öryggisins vegna þurfi að loka svæðinu þar sem fólk gæti verið í hættu.

Sama kvikan en að koma upp á nýjum stað

„Það er greinilega kominn leki af rásinni sem hefur fóðrað gamla staðinn og kvikan er að koma upp á nýjum stað. Þetta er sama kvikuæðin,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um nýju sprunguna sem myndaðist í Geldingadölum í hádeginu. Útlit er fyrir að dregið hafi úr fyrra gosinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×