Hremmingar friðarsinna á Gazasvæðinu Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 6. apríl 2021 10:30 Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein um Rami Aman, 39 ára friðarsinna frá Gazasvæðinu. Hamas-samtökin höfðu fært hann í fangelsi fyrir þann glæp að skipuleggja Zoom-fund með ísraelskum friðarsinnum.Ungmennanefnd Gaza (The Gaza Youth Committee) hefur haldið fjölda slíkra funda með einstaklingum frá Ísrael, Bandaríkjunum og Evrópu undanfarin fimm ár. Hind Khoudari, fréttakona sem hefur starfað fyrir Russia Today og Middle East Eye, komst á snoðir um fundinn sem var haldinn þann 6. apríl í fyrra og gerði fulltrúum Hamas-samtakanna viðvart. Í kjölfarið var Aman handtekinn ásamt sjö öðrum meðlimum nefndarinnar. Fyrir nokkrum dögum, eftir langa þögn, greindi fréttaveitan AP loks frá afdrifum Amans síðan hann var handtekinn. Fangelsaður og þvingaður til að binda enda á hjónabandið Eftir handtöku Amans sætti hann viðstöðulausum yfirheyrslum í heila viku en á meðan þeim stóð þurfti hann að dvelja í alræmdum fangaklefa sem nefnist „rútan“. Í klefanum eru fangar þvingaðir til að sitja á litlum stólum með bundið fyrir augun allan liðlangan daginn. Þeir mega aðeins standa upp til að fara á salernið, til að biðja og þegar þeir eru færðir til yfirheyrslu. Aman segir að hann hafi varið átján skelfilegum dögum í „rútunni“ þar sem hann sætti illri meðferð á hverjum degi. Að svo búnu var hann færður í annan, þrengri fangaklefa. Vegna Zoom-fundarins var Aman ásakaður um að vinna með Ísraelsríki – ásökun sem gæti leitt til dauðarefsingar. En fljótlega komst Aman að því að önnur ástæða lá að baki fangelsun hans. Hann hafði skömmu áður gifst dóttur fulltrúa Hamas-samtakanna sem er búsettur í Egyptalandi. Aman sagði að hún hafi haft trú á friðarboðskapnum og að hún hafi tekið þátt í mörgum samtölum við Ísraelsmenn (nafn hennar hefur ekki verið birt af öryggisástæðum). En eftir að upp komst um Zoom-fundinn var Hamas-liðum mikið í mun að Aman og eiginkona hans myndu skilja. Allt umtal um tengsl Hamas-liða við slíkan mann þætti mjög neyðarlegt fyrir samtökin. Aman var því haldið í fangelsi til að þvinga hann til að binda enda á hjónabandið. Á sama tíma var eiginkona Amans einnig handtekin. Þann 28. júní fékk hún loks að heimsækja hann í fangelsið en þá hafði henni nýlega verið sleppt úr haldi. Í júlí var Aman færður í aðalfangelsi Hamas-samtakanna þótt hann hafi enn ekki hlotið dóm. Að lokum gafst hann upp og skrifaði undir skilnaðarpappírana eftir að hafa fengið loforð um lausn úr fangelsinu daginn eftir. Samt sem áður var honum haldið þar föngnum í tvo mánuði til viðbótar. Þann 25. október opnuðu Egyptar landamæri sín að Gazasvæðinu til að hleypa í gegn sendinefnd Hamas-samtakanna. Eiginkona Amans var með í för og í Egyptalandi var henni komið fyrir hjá ættingjum sínum. Leigusali íbúðar hennar í Gaza staðfesti að hún hafi komið þangað til að sækja eigur sínar í fylgd fulltrúa Hamas-samtakanna, eftir að henni hafði verið sleppt úr fangelsi. Henni var síðan tímabundið komið fyrir í kvennaathvarfi áður en hún var flutt til Egyptalands. Um svipað leyti var Aman loks sleppt úr fangelsi en honum var jafnframt bannað að yfirgefa Gazasvæðið. Eftir að hann fékk boð um að flytja fyrirlestur í háskóla í New York hindruðu fulltrúar Hamas-samtakanna hann í að fara til Ísraels til að sækja um vegabréfsáritun í bandaríska sendiráðinu þar. Eins og mál standa í dag hefur Aman lagt pólitíska baráttu sína á hilluna: „Nú hái ég mína persónulegu baráttu: að snúa aftur til konunnar minnar.“ Þegar sannindi passa ekki við narratífið Reynsla Rami Amans sýnir á skýran hátt að Hamas-stjórnin er bæði andsnúin mannréttindum Palestínumanna og friðarviðræðum við Ísraelsmenn. Heilt ár er liðið síðan Aman var hnepptur í fangelsi en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um mál hans í almennum fjölmiðlum, að undanskildum örfáum greinum. Því miður er ástæðan sú að ill meðferð palestínskra yfirvalda á eigin þegnum passar ekki við „narratífið“ sem flestir almennir fjölmiðlar hafa fylgt í marga áratugi. Þetta narratíf byggir á því að allar stofnanir og samtök Palestínumanna þurfi sjálfkrafa að vera í hlutverki „þolanda“ – jafnvel þegar sú er greinilega ekki raunin. Ísraelsríki er iðulega kennt um allt sem aflaga fer á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem í flestum tilvikum er í raun ábyrgð palestínskra yfirvalda. Til að einstaklingar eins og Rami Aman fái tækifæri til að berjast fyrir friði á sanngjörnum grundvelli þarf margt að breytast í umfjöllun almennra fjölmiðla um deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein um Rami Aman, 39 ára friðarsinna frá Gazasvæðinu. Hamas-samtökin höfðu fært hann í fangelsi fyrir þann glæp að skipuleggja Zoom-fund með ísraelskum friðarsinnum.Ungmennanefnd Gaza (The Gaza Youth Committee) hefur haldið fjölda slíkra funda með einstaklingum frá Ísrael, Bandaríkjunum og Evrópu undanfarin fimm ár. Hind Khoudari, fréttakona sem hefur starfað fyrir Russia Today og Middle East Eye, komst á snoðir um fundinn sem var haldinn þann 6. apríl í fyrra og gerði fulltrúum Hamas-samtakanna viðvart. Í kjölfarið var Aman handtekinn ásamt sjö öðrum meðlimum nefndarinnar. Fyrir nokkrum dögum, eftir langa þögn, greindi fréttaveitan AP loks frá afdrifum Amans síðan hann var handtekinn. Fangelsaður og þvingaður til að binda enda á hjónabandið Eftir handtöku Amans sætti hann viðstöðulausum yfirheyrslum í heila viku en á meðan þeim stóð þurfti hann að dvelja í alræmdum fangaklefa sem nefnist „rútan“. Í klefanum eru fangar þvingaðir til að sitja á litlum stólum með bundið fyrir augun allan liðlangan daginn. Þeir mega aðeins standa upp til að fara á salernið, til að biðja og þegar þeir eru færðir til yfirheyrslu. Aman segir að hann hafi varið átján skelfilegum dögum í „rútunni“ þar sem hann sætti illri meðferð á hverjum degi. Að svo búnu var hann færður í annan, þrengri fangaklefa. Vegna Zoom-fundarins var Aman ásakaður um að vinna með Ísraelsríki – ásökun sem gæti leitt til dauðarefsingar. En fljótlega komst Aman að því að önnur ástæða lá að baki fangelsun hans. Hann hafði skömmu áður gifst dóttur fulltrúa Hamas-samtakanna sem er búsettur í Egyptalandi. Aman sagði að hún hafi haft trú á friðarboðskapnum og að hún hafi tekið þátt í mörgum samtölum við Ísraelsmenn (nafn hennar hefur ekki verið birt af öryggisástæðum). En eftir að upp komst um Zoom-fundinn var Hamas-liðum mikið í mun að Aman og eiginkona hans myndu skilja. Allt umtal um tengsl Hamas-liða við slíkan mann þætti mjög neyðarlegt fyrir samtökin. Aman var því haldið í fangelsi til að þvinga hann til að binda enda á hjónabandið. Á sama tíma var eiginkona Amans einnig handtekin. Þann 28. júní fékk hún loks að heimsækja hann í fangelsið en þá hafði henni nýlega verið sleppt úr haldi. Í júlí var Aman færður í aðalfangelsi Hamas-samtakanna þótt hann hafi enn ekki hlotið dóm. Að lokum gafst hann upp og skrifaði undir skilnaðarpappírana eftir að hafa fengið loforð um lausn úr fangelsinu daginn eftir. Samt sem áður var honum haldið þar föngnum í tvo mánuði til viðbótar. Þann 25. október opnuðu Egyptar landamæri sín að Gazasvæðinu til að hleypa í gegn sendinefnd Hamas-samtakanna. Eiginkona Amans var með í för og í Egyptalandi var henni komið fyrir hjá ættingjum sínum. Leigusali íbúðar hennar í Gaza staðfesti að hún hafi komið þangað til að sækja eigur sínar í fylgd fulltrúa Hamas-samtakanna, eftir að henni hafði verið sleppt úr fangelsi. Henni var síðan tímabundið komið fyrir í kvennaathvarfi áður en hún var flutt til Egyptalands. Um svipað leyti var Aman loks sleppt úr fangelsi en honum var jafnframt bannað að yfirgefa Gazasvæðið. Eftir að hann fékk boð um að flytja fyrirlestur í háskóla í New York hindruðu fulltrúar Hamas-samtakanna hann í að fara til Ísraels til að sækja um vegabréfsáritun í bandaríska sendiráðinu þar. Eins og mál standa í dag hefur Aman lagt pólitíska baráttu sína á hilluna: „Nú hái ég mína persónulegu baráttu: að snúa aftur til konunnar minnar.“ Þegar sannindi passa ekki við narratífið Reynsla Rami Amans sýnir á skýran hátt að Hamas-stjórnin er bæði andsnúin mannréttindum Palestínumanna og friðarviðræðum við Ísraelsmenn. Heilt ár er liðið síðan Aman var hnepptur í fangelsi en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um mál hans í almennum fjölmiðlum, að undanskildum örfáum greinum. Því miður er ástæðan sú að ill meðferð palestínskra yfirvalda á eigin þegnum passar ekki við „narratífið“ sem flestir almennir fjölmiðlar hafa fylgt í marga áratugi. Þetta narratíf byggir á því að allar stofnanir og samtök Palestínumanna þurfi sjálfkrafa að vera í hlutverki „þolanda“ – jafnvel þegar sú er greinilega ekki raunin. Ísraelsríki er iðulega kennt um allt sem aflaga fer á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem í flestum tilvikum er í raun ábyrgð palestínskra yfirvalda. Til að einstaklingar eins og Rami Aman fái tækifæri til að berjast fyrir friði á sanngjörnum grundvelli þarf margt að breytast í umfjöllun almennra fjölmiðla um deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun