Hremmingar friðarsinna á Gazasvæðinu Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 6. apríl 2021 10:30 Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein um Rami Aman, 39 ára friðarsinna frá Gazasvæðinu. Hamas-samtökin höfðu fært hann í fangelsi fyrir þann glæp að skipuleggja Zoom-fund með ísraelskum friðarsinnum.Ungmennanefnd Gaza (The Gaza Youth Committee) hefur haldið fjölda slíkra funda með einstaklingum frá Ísrael, Bandaríkjunum og Evrópu undanfarin fimm ár. Hind Khoudari, fréttakona sem hefur starfað fyrir Russia Today og Middle East Eye, komst á snoðir um fundinn sem var haldinn þann 6. apríl í fyrra og gerði fulltrúum Hamas-samtakanna viðvart. Í kjölfarið var Aman handtekinn ásamt sjö öðrum meðlimum nefndarinnar. Fyrir nokkrum dögum, eftir langa þögn, greindi fréttaveitan AP loks frá afdrifum Amans síðan hann var handtekinn. Fangelsaður og þvingaður til að binda enda á hjónabandið Eftir handtöku Amans sætti hann viðstöðulausum yfirheyrslum í heila viku en á meðan þeim stóð þurfti hann að dvelja í alræmdum fangaklefa sem nefnist „rútan“. Í klefanum eru fangar þvingaðir til að sitja á litlum stólum með bundið fyrir augun allan liðlangan daginn. Þeir mega aðeins standa upp til að fara á salernið, til að biðja og þegar þeir eru færðir til yfirheyrslu. Aman segir að hann hafi varið átján skelfilegum dögum í „rútunni“ þar sem hann sætti illri meðferð á hverjum degi. Að svo búnu var hann færður í annan, þrengri fangaklefa. Vegna Zoom-fundarins var Aman ásakaður um að vinna með Ísraelsríki – ásökun sem gæti leitt til dauðarefsingar. En fljótlega komst Aman að því að önnur ástæða lá að baki fangelsun hans. Hann hafði skömmu áður gifst dóttur fulltrúa Hamas-samtakanna sem er búsettur í Egyptalandi. Aman sagði að hún hafi haft trú á friðarboðskapnum og að hún hafi tekið þátt í mörgum samtölum við Ísraelsmenn (nafn hennar hefur ekki verið birt af öryggisástæðum). En eftir að upp komst um Zoom-fundinn var Hamas-liðum mikið í mun að Aman og eiginkona hans myndu skilja. Allt umtal um tengsl Hamas-liða við slíkan mann þætti mjög neyðarlegt fyrir samtökin. Aman var því haldið í fangelsi til að þvinga hann til að binda enda á hjónabandið. Á sama tíma var eiginkona Amans einnig handtekin. Þann 28. júní fékk hún loks að heimsækja hann í fangelsið en þá hafði henni nýlega verið sleppt úr haldi. Í júlí var Aman færður í aðalfangelsi Hamas-samtakanna þótt hann hafi enn ekki hlotið dóm. Að lokum gafst hann upp og skrifaði undir skilnaðarpappírana eftir að hafa fengið loforð um lausn úr fangelsinu daginn eftir. Samt sem áður var honum haldið þar föngnum í tvo mánuði til viðbótar. Þann 25. október opnuðu Egyptar landamæri sín að Gazasvæðinu til að hleypa í gegn sendinefnd Hamas-samtakanna. Eiginkona Amans var með í för og í Egyptalandi var henni komið fyrir hjá ættingjum sínum. Leigusali íbúðar hennar í Gaza staðfesti að hún hafi komið þangað til að sækja eigur sínar í fylgd fulltrúa Hamas-samtakanna, eftir að henni hafði verið sleppt úr fangelsi. Henni var síðan tímabundið komið fyrir í kvennaathvarfi áður en hún var flutt til Egyptalands. Um svipað leyti var Aman loks sleppt úr fangelsi en honum var jafnframt bannað að yfirgefa Gazasvæðið. Eftir að hann fékk boð um að flytja fyrirlestur í háskóla í New York hindruðu fulltrúar Hamas-samtakanna hann í að fara til Ísraels til að sækja um vegabréfsáritun í bandaríska sendiráðinu þar. Eins og mál standa í dag hefur Aman lagt pólitíska baráttu sína á hilluna: „Nú hái ég mína persónulegu baráttu: að snúa aftur til konunnar minnar.“ Þegar sannindi passa ekki við narratífið Reynsla Rami Amans sýnir á skýran hátt að Hamas-stjórnin er bæði andsnúin mannréttindum Palestínumanna og friðarviðræðum við Ísraelsmenn. Heilt ár er liðið síðan Aman var hnepptur í fangelsi en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um mál hans í almennum fjölmiðlum, að undanskildum örfáum greinum. Því miður er ástæðan sú að ill meðferð palestínskra yfirvalda á eigin þegnum passar ekki við „narratífið“ sem flestir almennir fjölmiðlar hafa fylgt í marga áratugi. Þetta narratíf byggir á því að allar stofnanir og samtök Palestínumanna þurfi sjálfkrafa að vera í hlutverki „þolanda“ – jafnvel þegar sú er greinilega ekki raunin. Ísraelsríki er iðulega kennt um allt sem aflaga fer á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem í flestum tilvikum er í raun ábyrgð palestínskra yfirvalda. Til að einstaklingar eins og Rami Aman fái tækifæri til að berjast fyrir friði á sanngjörnum grundvelli þarf margt að breytast í umfjöllun almennra fjölmiðla um deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári skrifaði ég grein um Rami Aman, 39 ára friðarsinna frá Gazasvæðinu. Hamas-samtökin höfðu fært hann í fangelsi fyrir þann glæp að skipuleggja Zoom-fund með ísraelskum friðarsinnum.Ungmennanefnd Gaza (The Gaza Youth Committee) hefur haldið fjölda slíkra funda með einstaklingum frá Ísrael, Bandaríkjunum og Evrópu undanfarin fimm ár. Hind Khoudari, fréttakona sem hefur starfað fyrir Russia Today og Middle East Eye, komst á snoðir um fundinn sem var haldinn þann 6. apríl í fyrra og gerði fulltrúum Hamas-samtakanna viðvart. Í kjölfarið var Aman handtekinn ásamt sjö öðrum meðlimum nefndarinnar. Fyrir nokkrum dögum, eftir langa þögn, greindi fréttaveitan AP loks frá afdrifum Amans síðan hann var handtekinn. Fangelsaður og þvingaður til að binda enda á hjónabandið Eftir handtöku Amans sætti hann viðstöðulausum yfirheyrslum í heila viku en á meðan þeim stóð þurfti hann að dvelja í alræmdum fangaklefa sem nefnist „rútan“. Í klefanum eru fangar þvingaðir til að sitja á litlum stólum með bundið fyrir augun allan liðlangan daginn. Þeir mega aðeins standa upp til að fara á salernið, til að biðja og þegar þeir eru færðir til yfirheyrslu. Aman segir að hann hafi varið átján skelfilegum dögum í „rútunni“ þar sem hann sætti illri meðferð á hverjum degi. Að svo búnu var hann færður í annan, þrengri fangaklefa. Vegna Zoom-fundarins var Aman ásakaður um að vinna með Ísraelsríki – ásökun sem gæti leitt til dauðarefsingar. En fljótlega komst Aman að því að önnur ástæða lá að baki fangelsun hans. Hann hafði skömmu áður gifst dóttur fulltrúa Hamas-samtakanna sem er búsettur í Egyptalandi. Aman sagði að hún hafi haft trú á friðarboðskapnum og að hún hafi tekið þátt í mörgum samtölum við Ísraelsmenn (nafn hennar hefur ekki verið birt af öryggisástæðum). En eftir að upp komst um Zoom-fundinn var Hamas-liðum mikið í mun að Aman og eiginkona hans myndu skilja. Allt umtal um tengsl Hamas-liða við slíkan mann þætti mjög neyðarlegt fyrir samtökin. Aman var því haldið í fangelsi til að þvinga hann til að binda enda á hjónabandið. Á sama tíma var eiginkona Amans einnig handtekin. Þann 28. júní fékk hún loks að heimsækja hann í fangelsið en þá hafði henni nýlega verið sleppt úr haldi. Í júlí var Aman færður í aðalfangelsi Hamas-samtakanna þótt hann hafi enn ekki hlotið dóm. Að lokum gafst hann upp og skrifaði undir skilnaðarpappírana eftir að hafa fengið loforð um lausn úr fangelsinu daginn eftir. Samt sem áður var honum haldið þar föngnum í tvo mánuði til viðbótar. Þann 25. október opnuðu Egyptar landamæri sín að Gazasvæðinu til að hleypa í gegn sendinefnd Hamas-samtakanna. Eiginkona Amans var með í för og í Egyptalandi var henni komið fyrir hjá ættingjum sínum. Leigusali íbúðar hennar í Gaza staðfesti að hún hafi komið þangað til að sækja eigur sínar í fylgd fulltrúa Hamas-samtakanna, eftir að henni hafði verið sleppt úr fangelsi. Henni var síðan tímabundið komið fyrir í kvennaathvarfi áður en hún var flutt til Egyptalands. Um svipað leyti var Aman loks sleppt úr fangelsi en honum var jafnframt bannað að yfirgefa Gazasvæðið. Eftir að hann fékk boð um að flytja fyrirlestur í háskóla í New York hindruðu fulltrúar Hamas-samtakanna hann í að fara til Ísraels til að sækja um vegabréfsáritun í bandaríska sendiráðinu þar. Eins og mál standa í dag hefur Aman lagt pólitíska baráttu sína á hilluna: „Nú hái ég mína persónulegu baráttu: að snúa aftur til konunnar minnar.“ Þegar sannindi passa ekki við narratífið Reynsla Rami Amans sýnir á skýran hátt að Hamas-stjórnin er bæði andsnúin mannréttindum Palestínumanna og friðarviðræðum við Ísraelsmenn. Heilt ár er liðið síðan Aman var hnepptur í fangelsi en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um mál hans í almennum fjölmiðlum, að undanskildum örfáum greinum. Því miður er ástæðan sú að ill meðferð palestínskra yfirvalda á eigin þegnum passar ekki við „narratífið“ sem flestir almennir fjölmiðlar hafa fylgt í marga áratugi. Þetta narratíf byggir á því að allar stofnanir og samtök Palestínumanna þurfi sjálfkrafa að vera í hlutverki „þolanda“ – jafnvel þegar sú er greinilega ekki raunin. Ísraelsríki er iðulega kennt um allt sem aflaga fer á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna sem í flestum tilvikum er í raun ábyrgð palestínskra yfirvalda. Til að einstaklingar eins og Rami Aman fái tækifæri til að berjast fyrir friði á sanngjörnum grundvelli þarf margt að breytast í umfjöllun almennra fjölmiðla um deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar