Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 17:00 Kærasta mannsins kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa. Vísir/vilhelm Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. Þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins um helgina en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Þegar kom fram um helgina að sá síðastnefndi bæri því fyrir sig að orðið hefði slys og hann væri niðurbrotinn vegna málsins. „Hann hefur átt erfitt uppdráttar með þetta og er bara að koma sér niður á jörðina,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við Vísi í dag. Maðurinn sé í miklu áfalli og miður sín vegna málsins. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys.“ Unnsteinn segir málið harmleik og „ömurlegt í alla staði.“ Þá telji hann að hugur mannsins sé hjá hinum látna og fjölskyldu hans. Það sé jafnframt vilji mannsins að málið verði upplýst. Unnsteinn segir að leiðir mannanna tveggja virðist hafa legið saman en telur ekki að þeir hafi þekkst. Að öðru leyti sé nú verið að reyna að ná utan um málið og lítið hægt að segja um stöðu þess að svo stöddu. Beðið er niðurstöðu vettvangsrannsóknar og krufningar. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að þeir sem rætt hafi verið við í tengslum við rannsóknina hafi áður komið við sögu lögreglu. Maðurinn sem lést hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990. Kærasta hans kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi að morgni föstudagsins langa. Hann lést af áverkunum en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann. Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins um helgina en tveimur sleppt. Sá þriðji var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Þegar kom fram um helgina að sá síðastnefndi bæri því fyrir sig að orðið hefði slys og hann væri niðurbrotinn vegna málsins. „Hann hefur átt erfitt uppdráttar með þetta og er bara að koma sér niður á jörðina,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, í samtali við Vísi í dag. Maðurinn sé í miklu áfalli og miður sín vegna málsins. „Eins og hann lýsir þessu er þetta fjarri því að vera eins og fyrst kom fram í blöðunum. Hann vill meina að þetta hafi verið slys.“ Unnsteinn segir málið harmleik og „ömurlegt í alla staði.“ Þá telji hann að hugur mannsins sé hjá hinum látna og fjölskyldu hans. Það sé jafnframt vilji mannsins að málið verði upplýst. Unnsteinn segir að leiðir mannanna tveggja virðist hafa legið saman en telur ekki að þeir hafi þekkst. Að öðru leyti sé nú verið að reyna að ná utan um málið og lítið hægt að segja um stöðu þess að svo stöddu. Beðið er niðurstöðu vettvangsrannsóknar og krufningar. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að þeir sem rætt hafi verið við í tengslum við rannsóknina hafi áður komið við sögu lögreglu. Maðurinn sem lést hét Daníel Eiríksson og var fæddur árið 1990. Kærasta hans kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Kórahverfi í Kópavogi að morgni föstudagsins langa. Hann lést af áverkunum en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á hann.
Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57 Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. 4. apríl 2021 20:57
Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58
Sakborningur segist niðurbrotinn og að um sé að ræða slys Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá. 4. apríl 2021 17:06