Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2021 18:41 Lögreglan reiknar með að mál hennar vegna morðsins í Rauðagerði verði sent ákærusviði eftir um tvær vikur. Þar verður síðan tekin ákvörðun um ákæru eða ákærur. Vísir Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki liggja fyrir hvort maðurinn sem lést í Kópavogi á föstudag lést vegna áverka sem honum voru veittir líkamlega af öðrum manni eða vegna þess að ekið var á hann. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn staðfestir að maður sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi og maðurinn sem játað hefur á sig morðið í Rauðagerði hafi tengst.Vísir/Egill „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Við erum meðal annars að bíða eftir niðurstöðum frá réttarmeinafræðingi og fleiri gögnum. Vettvangsrannsókn og fleira,“ segir Margeir. Þrír voru hansteknir vegna málsins en tveimur sleppt fljótlega. Margeir vill ekki ræða hvort sá sem enn er í haldi hafi gengist við því að eiga hlut að máli. Nú sé meðal annars unnið að öflun og skoðun gagna úr símum og öryggismyndavélum. Það liggi hins vegar fyrir maðurinn og hinn látni hafi verið í einhverjum samskiptum áður en hann lést. Þá vekur athygli að tengsl eru á milli mannsins sem er í haldi vegna andlátsins í Kópavogi og mannsins sem hefur játað á sig morðið í Rauðagerði. „Það er það sama þar. Þeir höfðu verið í einhverjum samskiptum áður, já.“ Er talið að þeir hafi tekið þátt í einhverri starfsemi saman? „Ég get ekkert sagt til um það.“ Báðir af sama þjóðerni? „Nei,“ segir Margeir. Engu að síður er athyglivert að meintir gerendur í tveimur andlátsmálum á stuttum tíma tengist? „Ísland er nú ekki stórt og fjölmennt. Þannig að það getur alveg átt sér stað og hefur eflaust gerst í öðrum málum. Ég veit það ekki. En ég get ekki farið út í það sérstaklega.“ Er það einn þátturinn í málinu sem þið eruð að skoða? „Ekkert sérstaklega, nei.“ Þannig að það vekur ekki sérstaka athygli ykkar að þeir hafi tengst? „Nei ekki í tengslum við þessi mál sem hafa verið til skoðunar. Bæði í Rauðagerði og þarna í Kópavogi, nei,“ segir Margeir. Hann reiknar með að rauðagerðismálið fari til ákærusviðs eftir um tvær vikur. Manndrápið sjálft sé upplýst en enn sé verið að rannsaka aðra þætti málsins. Fjórtán hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu að þeim meðtöldum sem hefur játað á sig morðið og þarf af hafa sjö sætt farbanni. Tveir þeirra voru yfirheyrðir fyrir dómi í morgun og verður ekki óskað eftir framlengingu á farbanni yfir þeim þegar það rennur út á föstudag. Margeir segir yfirheyrslum yfir þeim lokið en þeir hafi þó enn stöðu grunaðara. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00 Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. 29. mars 2021 14:29 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki liggja fyrir hvort maðurinn sem lést í Kópavogi á föstudag lést vegna áverka sem honum voru veittir líkamlega af öðrum manni eða vegna þess að ekið var á hann. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn staðfestir að maður sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi og maðurinn sem játað hefur á sig morðið í Rauðagerði hafi tengst.Vísir/Egill „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Við erum meðal annars að bíða eftir niðurstöðum frá réttarmeinafræðingi og fleiri gögnum. Vettvangsrannsókn og fleira,“ segir Margeir. Þrír voru hansteknir vegna málsins en tveimur sleppt fljótlega. Margeir vill ekki ræða hvort sá sem enn er í haldi hafi gengist við því að eiga hlut að máli. Nú sé meðal annars unnið að öflun og skoðun gagna úr símum og öryggismyndavélum. Það liggi hins vegar fyrir maðurinn og hinn látni hafi verið í einhverjum samskiptum áður en hann lést. Þá vekur athygli að tengsl eru á milli mannsins sem er í haldi vegna andlátsins í Kópavogi og mannsins sem hefur játað á sig morðið í Rauðagerði. „Það er það sama þar. Þeir höfðu verið í einhverjum samskiptum áður, já.“ Er talið að þeir hafi tekið þátt í einhverri starfsemi saman? „Ég get ekkert sagt til um það.“ Báðir af sama þjóðerni? „Nei,“ segir Margeir. Engu að síður er athyglivert að meintir gerendur í tveimur andlátsmálum á stuttum tíma tengist? „Ísland er nú ekki stórt og fjölmennt. Þannig að það getur alveg átt sér stað og hefur eflaust gerst í öðrum málum. Ég veit það ekki. En ég get ekki farið út í það sérstaklega.“ Er það einn þátturinn í málinu sem þið eruð að skoða? „Ekkert sérstaklega, nei.“ Þannig að það vekur ekki sérstaka athygli ykkar að þeir hafi tengst? „Nei ekki í tengslum við þessi mál sem hafa verið til skoðunar. Bæði í Rauðagerði og þarna í Kópavogi, nei,“ segir Margeir. Hann reiknar með að rauðagerðismálið fari til ákærusviðs eftir um tvær vikur. Manndrápið sjálft sé upplýst en enn sé verið að rannsaka aðra þætti málsins. Fjórtán hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu að þeim meðtöldum sem hefur játað á sig morðið og þarf af hafa sjö sætt farbanni. Tveir þeirra voru yfirheyrðir fyrir dómi í morgun og verður ekki óskað eftir framlengingu á farbanni yfir þeim þegar það rennur út á föstudag. Margeir segir yfirheyrslum yfir þeim lokið en þeir hafi þó enn stöðu grunaðara.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Kópavogur Mannslát í Vindakór Tengdar fréttir Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00 Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58 Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. 29. mars 2021 14:29 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Málið harmleikur og ömurlegt í alla staði Verjandi manns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að andláti manns í Kópavogi um helgina á síður von á því að gæsluvarðhaldsúrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar. Hann segir skjólstæðing sinn enn halda því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsir málinu sem harmleik. 6. apríl 2021 17:00
Samskiptagögn úr síma hins látna leiddu til handtöku mannanna Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu. 4. apríl 2021 19:58
Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. 29. mars 2021 14:29