„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. apríl 2021 11:19 Kvikugangurinn nær frá Nátthaga og að Keili. HÞ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. Nýja sprungan opnaðist um miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í nótt er hún staðsett um 420 metrum norðaustur af upptökum eldgossins í Geldingadölum. Kristín ræddi stöðu mála við gosstöðvarnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nýr kafli í gosinu Hún benti á að eldgosið hefði haldist nokkuð stöðugt í dágóðan tíma eftir að það hófst 19. mars og litlar breytingar orðið á virkninni. Nú væri nýr kafli að hefjast í ljósi þess að ný sprunga opnaðist á mánudag og svo önnur í nótt. „Þannig að það skyldi fara að brotna svona til norðausturs frekar skyndilega er auðvitað nýr kafli í þessari sögu. Þetta er allt á sömu sprungunni, þetta er þessi lína sem gangurinn teiknaði upp fyrir okkur sem nær frá Nátthaga og langleiðina norðaustur að Keili,“ sagði Kristín. Vísindaráð almannavarna hafi bent á frá upphafi að þetta væri líkleg þróun. „Þetta er ekkert að koma upp á „random“ stöðum heldur er þetta að koma upp yfir þessum gangi sem við teiknuðum upp þarna í lok febrúar og skjálftarnir í rauninni teikna upp.“ Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur.Vísir/vilhelm Sprungan opnist áfram til norðausturs Kristín taldi ekki hættu á að sprungur opnuðust á stikuðu gönguleiðinni að gosinu, sem flestir hafa nýtt sér undanfarnar vikur til að komast á svæðið. Hún benti á að svæðið hefði verið rýmt um leið og fregnir bárust af því að hraun væri byrjað að flæða upp um nýja sprungu. „Það eru engar þekktar sprungur fyrir sunnan gosstöðvarnar og svo benda aflögunargögn til þess að gangurinn þar sé enn þá á eins kílómetra dýpi.“ En hvað finnst Kristínu líklegast að gerist næst? „Mér fyndist ekki ólíklegt að sprunga myndi halda áfram að opnast norðausturúr, að hún færi að færa sig nær Keili. Það er eitthvað sem gæti gerst.“ Ragnar Visage Líklega meira hraun að koma upp Þá sagði hún vísindamenn nú vera að reyna að átta sig á umfangi hraunfæðisins, hvort hraunið sem streymdi nú úr nýju sprungunni væri hrein viðbót við það sem flæddi áður eða hvort verulega hefði dregið úr hraunflæði á öðrum stöðum. „Við fáum ekki lokasvar með þetta fyrr en er búið að fljúga yfir og gera almennileg líkön af því rúmmáli sem kemur upp núna. Fyrstu niðurstöður benda til þess að það sé meira að koma upp, að það hafi aðeins dregið úr gosinu í Geldingadölum samfara því að þessar sprungur myndist en í heildina litið erum við að fá meira hraun koma upp og þá líka meira gas, sem er eitt af því sem við þurfum að skoða. Því þá má búast við að mengun í byggð verði meira vandamál en hún hefur verið hingað til.“ Þá yrði líklega engin meiriháttar breyting á stöðu mála ef þróunin verður í norðausturátt eins og búist er við. „Það fer eftir því hversu langt hún [sprungan] nær til norðausturs en á einhverjum tímapunkti fer að renna norður af Fagradalsfjalli og inn á það svæði. En þar erum við aftur með svæði fjarri mannabyggðum, engir vegir eða mikilvægir innviðir akkúrat þar þannig að við erum áfram ágætlega vel sett,“ sagði Kristín. Fólk haldi sig á svæði þar sem aðrir eru En hvað með fyrirvarann sem fólk hefur ef það er statt á svæðinu og eitthvað byrjar að gerast undir niðri? Kristín benti á að fólk ætti ekki að fara langt út fyrir stikuðu gönguleiðina. Þá myndist sprungur áður en byrjar að gjósa upp úr þeim. „Við skulum fyrst vona að það verði ekki þannig. Fólk á ekki að fara inni á svæði sem almannavarnir skilgreina sem hættusvæði. Þarna opnuðust sprungur sem eru töluvert norðar en það svæði sem fólk hefur verið að labba á. Fólk ætti að halda sig á svæði þar sem annað fólk er, ekki vera að labba mjög langt út fyrir svæðið. Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg. Í aðdraganda þess að fer að gjósa upp um sprungurnar þurfa þær fyrst að myndast, þannig það er alltaf komin einhver sprunga sem gýs upp úr.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. 7. apríl 2021 00:43 Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. 7. apríl 2021 06:38 „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. 7. apríl 2021 01:06 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Nýja sprungan opnaðist um miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í nótt er hún staðsett um 420 metrum norðaustur af upptökum eldgossins í Geldingadölum. Kristín ræddi stöðu mála við gosstöðvarnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nýr kafli í gosinu Hún benti á að eldgosið hefði haldist nokkuð stöðugt í dágóðan tíma eftir að það hófst 19. mars og litlar breytingar orðið á virkninni. Nú væri nýr kafli að hefjast í ljósi þess að ný sprunga opnaðist á mánudag og svo önnur í nótt. „Þannig að það skyldi fara að brotna svona til norðausturs frekar skyndilega er auðvitað nýr kafli í þessari sögu. Þetta er allt á sömu sprungunni, þetta er þessi lína sem gangurinn teiknaði upp fyrir okkur sem nær frá Nátthaga og langleiðina norðaustur að Keili,“ sagði Kristín. Vísindaráð almannavarna hafi bent á frá upphafi að þetta væri líkleg þróun. „Þetta er ekkert að koma upp á „random“ stöðum heldur er þetta að koma upp yfir þessum gangi sem við teiknuðum upp þarna í lok febrúar og skjálftarnir í rauninni teikna upp.“ Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur.Vísir/vilhelm Sprungan opnist áfram til norðausturs Kristín taldi ekki hættu á að sprungur opnuðust á stikuðu gönguleiðinni að gosinu, sem flestir hafa nýtt sér undanfarnar vikur til að komast á svæðið. Hún benti á að svæðið hefði verið rýmt um leið og fregnir bárust af því að hraun væri byrjað að flæða upp um nýja sprungu. „Það eru engar þekktar sprungur fyrir sunnan gosstöðvarnar og svo benda aflögunargögn til þess að gangurinn þar sé enn þá á eins kílómetra dýpi.“ En hvað finnst Kristínu líklegast að gerist næst? „Mér fyndist ekki ólíklegt að sprunga myndi halda áfram að opnast norðausturúr, að hún færi að færa sig nær Keili. Það er eitthvað sem gæti gerst.“ Ragnar Visage Líklega meira hraun að koma upp Þá sagði hún vísindamenn nú vera að reyna að átta sig á umfangi hraunfæðisins, hvort hraunið sem streymdi nú úr nýju sprungunni væri hrein viðbót við það sem flæddi áður eða hvort verulega hefði dregið úr hraunflæði á öðrum stöðum. „Við fáum ekki lokasvar með þetta fyrr en er búið að fljúga yfir og gera almennileg líkön af því rúmmáli sem kemur upp núna. Fyrstu niðurstöður benda til þess að það sé meira að koma upp, að það hafi aðeins dregið úr gosinu í Geldingadölum samfara því að þessar sprungur myndist en í heildina litið erum við að fá meira hraun koma upp og þá líka meira gas, sem er eitt af því sem við þurfum að skoða. Því þá má búast við að mengun í byggð verði meira vandamál en hún hefur verið hingað til.“ Þá yrði líklega engin meiriháttar breyting á stöðu mála ef þróunin verður í norðausturátt eins og búist er við. „Það fer eftir því hversu langt hún [sprungan] nær til norðausturs en á einhverjum tímapunkti fer að renna norður af Fagradalsfjalli og inn á það svæði. En þar erum við aftur með svæði fjarri mannabyggðum, engir vegir eða mikilvægir innviðir akkúrat þar þannig að við erum áfram ágætlega vel sett,“ sagði Kristín. Fólk haldi sig á svæði þar sem aðrir eru En hvað með fyrirvarann sem fólk hefur ef það er statt á svæðinu og eitthvað byrjar að gerast undir niðri? Kristín benti á að fólk ætti ekki að fara langt út fyrir stikuðu gönguleiðina. Þá myndist sprungur áður en byrjar að gjósa upp úr þeim. „Við skulum fyrst vona að það verði ekki þannig. Fólk á ekki að fara inni á svæði sem almannavarnir skilgreina sem hættusvæði. Þarna opnuðust sprungur sem eru töluvert norðar en það svæði sem fólk hefur verið að labba á. Fólk ætti að halda sig á svæði þar sem annað fólk er, ekki vera að labba mjög langt út fyrir svæðið. Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg. Í aðdraganda þess að fer að gjósa upp um sprungurnar þurfa þær fyrst að myndast, þannig það er alltaf komin einhver sprunga sem gýs upp úr.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. 7. apríl 2021 00:43 Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. 7. apríl 2021 06:38 „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. 7. apríl 2021 01:06 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. 7. apríl 2021 00:43
Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. 7. apríl 2021 06:38
„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. 7. apríl 2021 01:06