„Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. apríl 2021 06:01 Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard segir að það hafi verið einskær heppni að eldgos hófst á meðan Íslandsheimsókn hans stóð. Ryan Hall „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. Þegar blaðamaður náði á ævintýramanninum var hann þreyttur og enn að jafna sig eftir kuldann á leiðinni. „Einn er með kalsár á fingrum og ég finn ekki fyrir tánum en að öðru leiti þá líður okkur vel,“ segir Chris um stemninguna í hópnum. Chris hjólaði ásamt Rebeccu Rusch og Angus Morton. Þeir Benjamin Hardman, Þorseinn Roy Jóhannsson, Isaac Karsen og Ryan Hill fylgdu þeim eftir og skrásettu þetta afrek með myndum og myndböndum. Chris og föruneyti eru nú komin aftur til Reykjavíkur eftir þessa erfiðu áskorun, en þau náðu að verða þau fyrstu til þess að hjóla þessa leið að vetri til. Þau byrjuðu á Siglufirði og enduðu í Vík í Mýrdal. „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira,“ segir Chris meðal annars um upplifunina. Hjólreiðakapparnir Chris Burkard, Rebecca Rusch og Angus Morton voru fyrst til að hjóla þvert yfir Ísland að vetri til..Ljósmyndari leiðangursins var Ryan Hall.Ryan Hall Hausinn á fullu Chris hjólaði einnig þvert yfir hálendi Íslands á níu dögum í fyrra og sagði frá því ævintýri í helgarviðtali hér á Vísi. Hann hefur einnig tekið þátt og unnið WOW Cyclathon hjólreiðakeppnina. „Þessi ferð var svo ólík hinum hjólaferðunum mínum. WOW Cyclathon var fallegt en hugarlaust (e.mindless). Það reynir á líkamann en ekki hugann. Hin ferðin mín yfir Ísland var skemmtileg en ekki hættuleg eins og þessi.“ Á degi eitt hjólaði hópurinn frá Siglufirði til Akureyrar.Ryan Hall Eins og sést hefur á Instagram síðu Chris síðustu daga lenti hópurinn í ýmsum ævintýrum og erfiðleikum á leiðinni. „Þetta var kaótískt, það er það eina sem ég get sagt til að lýsa þessu. Þú ert alltaf með hausinn á fullu. Þú þarft að reyna svo mikið á þig. Þetta er ekki eins afslappandi en miklu meira gefandi.“ Á degi tvö komust þau að skálanum LaugafelliRyan Hall Kuldinn erfiðastur Hann segist þakklátur fyrir að hafa náð því markmiði að gera þetta fyrstur og að vera líka fyrstur að hjóla með þessum hætti yfir Mýrdalsjökulinn. „Ferðalagið tók sex daga en hjóladagarnir voru fimm, við þurftum að hvíla einn dag vegna veðurs.“ Í skálum náðu þau að þurrka blaut föt og svo auðvitað borða, drekka og hvílast.Ryan Hall Þegar hópurinn áttaði sig á því að vont veður væri fram undan ákváðu þau að sleppa því að sofa síðustu nóttina og hjóla áfram í myrkrinu og komast niður af jöklinum. Það reyndist erfitt og á tímum mjög ógnvekjandi. Uppi á jökli var mikið frost og rok. Dagur þrjú. Chris segir að það hafi verið mikilvægt að hlífa húðinni vel á leiðinni.Ryan Hall Dekkjaskipti um miðja nótt Sums staðar var of sléttur ís til að þau gætu hjólað og þurftu þau að ganga í nokkrar klukkustundir með hjólin. Chris segir að það hafi verið einstaklega erfitt að gera við dekk og skipta um dekk við þessar aðstæður, þau skiptust á að vinna að hjólinu og hlýja sér á fingrunum. Kuldinn var nánast óbærilegur. Dekkjaviðgerð um miðja nótt á jökli. Dagur fimm.Ryan Hall Chris lýsir þessu þannig að vindkælingin hafi refsað öllum stöðum líkamans sem ekki voru pakkaðir inn í föt. Veðrið breytist hratt Í bröttum brekkum á leið niður jökulinn í myrkrinu gekk þeim illa að sjá slóðana sem þau voru að fylgja en á endanum komust þau niður á þjóðveg og léttirinn var mikill. Eftir smá blund var ferðinni haldið áfram og undir lok leiðarinnar var stormurinn kominn. „Ferðin kenndi mér hversu mögnuð náttúran hér er. Hversu hratt veðrið breytist og hversu tilbúinn þú þarft að vera. Einnig mikilvægi þess að hafa góða liðsfélaga og fólk sem þú getur treyst á.“ Þó að hópurinn hafi hjólað mestan hluta leiðarinnar, þurftu þau stundum að ganga þegar aðstæður buðu ekki upp á annað.Ryan Hall Chris segir að þegar fólk spyrji hann af hverju hann fari af stað í svona ævintýri, svari hann á þá leið að þegar maður elski stað svona mikið, þá vilji maður gefa honum allt sem maður á. Hann segir að það sé mjög mögnuð tilfinning að vita að þú getur ekki hoppað inn í tjald, inn á hótelherbergi eða AirBnB íbúð. „Þú ert úti í náttúrunni allan daginn, sama hvernig veðrið er.“ Leiðin sem þremeningarnir hjóluðu. Fullkomið frelsi Ljósmyndarinn segist geta mælt með þessari leið fyrir aðra, ferðin hafi almennt gengið mjög vel enda hafi hópurinn verið klæddur frá toppi til táar og á flott útbúnum hjólum. Á veturna verði frosnar ár og vötn að hjólreiðaleiðum sem sé einstakt. „Ísland á veturna þýðir mikið frelsi. Ég er samt mjög hræddur við kuldann og vildi því líka sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti þetta. Svona frelsi er ekki í boði allan ársins hring.“ Einhvers staðar á miðju Íslandi.Ryan Hall 66°Norður var helsti styrktaraðili hans í leiðangrinum og segir Chris að góður klæðnaður sé lykilatriði í svona ferð. Chris segir að hópurinn hafi allan tímann verið mjög meðvitaður um fallegu náttúruna og passað að spilla henni ekki. Á einum tímapunkti hafi samt verið svo kalt og erfitt að hjóla að þau hafi varla náð að njóta útsýnisins. „Þetta er viðkvæmt landsvæði en við fylgdum jeppaslóðunum og komumst á fallega staði af því að undir hjólunum okkar var mjög þykkt lag af snjó.“ Bíta á jaxlinn Chris segir að hann hafi lært mikið á þessari ferð og að mótvindurinn hafi verið þannig á tímabili að það reyndi virkilega á þeirra karakter. „Ég hef upplifað vind á Íslandi en ekkert í líkingu við þetta.“ Slagorð ferðarinnar þeirra var á íslensku, eitthvað sem flestir Íslendingar þekkja. „Bíta á jaxlinn.“ Chris segir að útsýnið í ferðinni hafi verið ólýsanlega fallegt.Ryan Hall Hópurinn vann náið með íslenska 4x4 samfélaginu og segist Chris mjög þakklátur fyrir alla aðstoð og stuðning sem hann fékk. Þau hafi alltaf verið með varaplan ef eitthvað kæmi upp á. „Við vissum að þetta gæti verið hættulegt og gerðum allt til tryggja að við þyrftum ekki að hringja á björgunarsveitir.“ View this post on Instagram A post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard) Vel undirbúinn Chris flýgur aftur heim til Bandaríkjanna í næstu viku en ætlar að reyna að sjá eldgosið aftur áður en hann yfirgefur Ísland. Myndir Chris af eldgosinu vöktu mikla athygli. Hann deildi mörgum þeirra á Instagram, þar sem hann er með yfir 3,6 milljón fylgjendur. Segir hann að það hafi verið heppni að hann hafi verið á landinu þegar það byrjaði að gjósa í Geldingardölum. „Ég vildi undirbúa mig vel fyrir hjólreiðaferðina svo ég hef verið hér í einn og hálfan mánuð. Ég vildi gera þetta á öruggan hátt og því þurfti að plana þetta vel. 4x4 ökumenn hafa tekið þátt í því með okkur.“ Á þessum tíma hefur hann farið á brimbretti í sjónum, skoðað sína uppáhalds staði, myndað eldgos og svo hjólað þvert yfir allt landið. Andleg upplifun Chris hefur komið til Íslands meira en 40 sinnum á síðustu 15 árum. Eins og hann sagði frá í viðtalinu hér á Vísi á síðasta ári, var fyrsta heimsóknin vegna vinnunnar en eftir þá ferð hafði hann fallið fyrir bæði landi og þjóð. „Ég hef vitað af öðrum eldgosum hérna en ég hef aldrei áður haft tækifæri til að mynda þau. Ég var einstaklega heppinn. Ég hef aldrei átt jafn andlega upplifun,“ segir Chris sem á valla orð til að lýsa kraftinum í íslenskri náttúru. Stemningin á gosstöðvum fannst honum mögnuð. „Sérstaklega eftir Covid, þetta var eins og einn stór varðeldur. Fólk var agndofa. Þetta var svo fallegt.“ View this post on Instagram A post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard) Chris stefnir á að fara að minnsta kosti eina ferð að gosinu fyrir brottför, til að finna hitann frá jörðinni aftur. „Ég myndaði þetta í byrjun fyrir National Geographic og það var mjög gaman að geta deilt þessu með heiminum.“ Á meðan Chris hjólaði þvert yfir Ísland breyttist eldgosið mikið, nýjar sprungur hafa myndast svo það er væntanlega nóg af nýju hrauni fyrir hann að mynda. Íslandsvinir Ljósmyndun Hjólreiðar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Þegar blaðamaður náði á ævintýramanninum var hann þreyttur og enn að jafna sig eftir kuldann á leiðinni. „Einn er með kalsár á fingrum og ég finn ekki fyrir tánum en að öðru leiti þá líður okkur vel,“ segir Chris um stemninguna í hópnum. Chris hjólaði ásamt Rebeccu Rusch og Angus Morton. Þeir Benjamin Hardman, Þorseinn Roy Jóhannsson, Isaac Karsen og Ryan Hill fylgdu þeim eftir og skrásettu þetta afrek með myndum og myndböndum. Chris og föruneyti eru nú komin aftur til Reykjavíkur eftir þessa erfiðu áskorun, en þau náðu að verða þau fyrstu til þess að hjóla þessa leið að vetri til. Þau byrjuðu á Siglufirði og enduðu í Vík í Mýrdal. „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira,“ segir Chris meðal annars um upplifunina. Hjólreiðakapparnir Chris Burkard, Rebecca Rusch og Angus Morton voru fyrst til að hjóla þvert yfir Ísland að vetri til..Ljósmyndari leiðangursins var Ryan Hall.Ryan Hall Hausinn á fullu Chris hjólaði einnig þvert yfir hálendi Íslands á níu dögum í fyrra og sagði frá því ævintýri í helgarviðtali hér á Vísi. Hann hefur einnig tekið þátt og unnið WOW Cyclathon hjólreiðakeppnina. „Þessi ferð var svo ólík hinum hjólaferðunum mínum. WOW Cyclathon var fallegt en hugarlaust (e.mindless). Það reynir á líkamann en ekki hugann. Hin ferðin mín yfir Ísland var skemmtileg en ekki hættuleg eins og þessi.“ Á degi eitt hjólaði hópurinn frá Siglufirði til Akureyrar.Ryan Hall Eins og sést hefur á Instagram síðu Chris síðustu daga lenti hópurinn í ýmsum ævintýrum og erfiðleikum á leiðinni. „Þetta var kaótískt, það er það eina sem ég get sagt til að lýsa þessu. Þú ert alltaf með hausinn á fullu. Þú þarft að reyna svo mikið á þig. Þetta er ekki eins afslappandi en miklu meira gefandi.“ Á degi tvö komust þau að skálanum LaugafelliRyan Hall Kuldinn erfiðastur Hann segist þakklátur fyrir að hafa náð því markmiði að gera þetta fyrstur og að vera líka fyrstur að hjóla með þessum hætti yfir Mýrdalsjökulinn. „Ferðalagið tók sex daga en hjóladagarnir voru fimm, við þurftum að hvíla einn dag vegna veðurs.“ Í skálum náðu þau að þurrka blaut föt og svo auðvitað borða, drekka og hvílast.Ryan Hall Þegar hópurinn áttaði sig á því að vont veður væri fram undan ákváðu þau að sleppa því að sofa síðustu nóttina og hjóla áfram í myrkrinu og komast niður af jöklinum. Það reyndist erfitt og á tímum mjög ógnvekjandi. Uppi á jökli var mikið frost og rok. Dagur þrjú. Chris segir að það hafi verið mikilvægt að hlífa húðinni vel á leiðinni.Ryan Hall Dekkjaskipti um miðja nótt Sums staðar var of sléttur ís til að þau gætu hjólað og þurftu þau að ganga í nokkrar klukkustundir með hjólin. Chris segir að það hafi verið einstaklega erfitt að gera við dekk og skipta um dekk við þessar aðstæður, þau skiptust á að vinna að hjólinu og hlýja sér á fingrunum. Kuldinn var nánast óbærilegur. Dekkjaviðgerð um miðja nótt á jökli. Dagur fimm.Ryan Hall Chris lýsir þessu þannig að vindkælingin hafi refsað öllum stöðum líkamans sem ekki voru pakkaðir inn í föt. Veðrið breytist hratt Í bröttum brekkum á leið niður jökulinn í myrkrinu gekk þeim illa að sjá slóðana sem þau voru að fylgja en á endanum komust þau niður á þjóðveg og léttirinn var mikill. Eftir smá blund var ferðinni haldið áfram og undir lok leiðarinnar var stormurinn kominn. „Ferðin kenndi mér hversu mögnuð náttúran hér er. Hversu hratt veðrið breytist og hversu tilbúinn þú þarft að vera. Einnig mikilvægi þess að hafa góða liðsfélaga og fólk sem þú getur treyst á.“ Þó að hópurinn hafi hjólað mestan hluta leiðarinnar, þurftu þau stundum að ganga þegar aðstæður buðu ekki upp á annað.Ryan Hall Chris segir að þegar fólk spyrji hann af hverju hann fari af stað í svona ævintýri, svari hann á þá leið að þegar maður elski stað svona mikið, þá vilji maður gefa honum allt sem maður á. Hann segir að það sé mjög mögnuð tilfinning að vita að þú getur ekki hoppað inn í tjald, inn á hótelherbergi eða AirBnB íbúð. „Þú ert úti í náttúrunni allan daginn, sama hvernig veðrið er.“ Leiðin sem þremeningarnir hjóluðu. Fullkomið frelsi Ljósmyndarinn segist geta mælt með þessari leið fyrir aðra, ferðin hafi almennt gengið mjög vel enda hafi hópurinn verið klæddur frá toppi til táar og á flott útbúnum hjólum. Á veturna verði frosnar ár og vötn að hjólreiðaleiðum sem sé einstakt. „Ísland á veturna þýðir mikið frelsi. Ég er samt mjög hræddur við kuldann og vildi því líka sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti þetta. Svona frelsi er ekki í boði allan ársins hring.“ Einhvers staðar á miðju Íslandi.Ryan Hall 66°Norður var helsti styrktaraðili hans í leiðangrinum og segir Chris að góður klæðnaður sé lykilatriði í svona ferð. Chris segir að hópurinn hafi allan tímann verið mjög meðvitaður um fallegu náttúruna og passað að spilla henni ekki. Á einum tímapunkti hafi samt verið svo kalt og erfitt að hjóla að þau hafi varla náð að njóta útsýnisins. „Þetta er viðkvæmt landsvæði en við fylgdum jeppaslóðunum og komumst á fallega staði af því að undir hjólunum okkar var mjög þykkt lag af snjó.“ Bíta á jaxlinn Chris segir að hann hafi lært mikið á þessari ferð og að mótvindurinn hafi verið þannig á tímabili að það reyndi virkilega á þeirra karakter. „Ég hef upplifað vind á Íslandi en ekkert í líkingu við þetta.“ Slagorð ferðarinnar þeirra var á íslensku, eitthvað sem flestir Íslendingar þekkja. „Bíta á jaxlinn.“ Chris segir að útsýnið í ferðinni hafi verið ólýsanlega fallegt.Ryan Hall Hópurinn vann náið með íslenska 4x4 samfélaginu og segist Chris mjög þakklátur fyrir alla aðstoð og stuðning sem hann fékk. Þau hafi alltaf verið með varaplan ef eitthvað kæmi upp á. „Við vissum að þetta gæti verið hættulegt og gerðum allt til tryggja að við þyrftum ekki að hringja á björgunarsveitir.“ View this post on Instagram A post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard) Vel undirbúinn Chris flýgur aftur heim til Bandaríkjanna í næstu viku en ætlar að reyna að sjá eldgosið aftur áður en hann yfirgefur Ísland. Myndir Chris af eldgosinu vöktu mikla athygli. Hann deildi mörgum þeirra á Instagram, þar sem hann er með yfir 3,6 milljón fylgjendur. Segir hann að það hafi verið heppni að hann hafi verið á landinu þegar það byrjaði að gjósa í Geldingardölum. „Ég vildi undirbúa mig vel fyrir hjólreiðaferðina svo ég hef verið hér í einn og hálfan mánuð. Ég vildi gera þetta á öruggan hátt og því þurfti að plana þetta vel. 4x4 ökumenn hafa tekið þátt í því með okkur.“ Á þessum tíma hefur hann farið á brimbretti í sjónum, skoðað sína uppáhalds staði, myndað eldgos og svo hjólað þvert yfir allt landið. Andleg upplifun Chris hefur komið til Íslands meira en 40 sinnum á síðustu 15 árum. Eins og hann sagði frá í viðtalinu hér á Vísi á síðasta ári, var fyrsta heimsóknin vegna vinnunnar en eftir þá ferð hafði hann fallið fyrir bæði landi og þjóð. „Ég hef vitað af öðrum eldgosum hérna en ég hef aldrei áður haft tækifæri til að mynda þau. Ég var einstaklega heppinn. Ég hef aldrei átt jafn andlega upplifun,“ segir Chris sem á valla orð til að lýsa kraftinum í íslenskri náttúru. Stemningin á gosstöðvum fannst honum mögnuð. „Sérstaklega eftir Covid, þetta var eins og einn stór varðeldur. Fólk var agndofa. Þetta var svo fallegt.“ View this post on Instagram A post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard) Chris stefnir á að fara að minnsta kosti eina ferð að gosinu fyrir brottför, til að finna hitann frá jörðinni aftur. „Ég myndaði þetta í byrjun fyrir National Geographic og það var mjög gaman að geta deilt þessu með heiminum.“ Á meðan Chris hjólaði þvert yfir Ísland breyttist eldgosið mikið, nýjar sprungur hafa myndast svo það er væntanlega nóg af nýju hrauni fyrir hann að mynda.
Íslandsvinir Ljósmyndun Hjólreiðar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00