Covid og sveigjanleiki manneskjunnar Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. apríl 2021 09:30 Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Þórkatla Aðalsteinsdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Ein af okkar grundvallandi þörfum er þörfin fyrir sálrænt öryggi. Þörfin fyrir að vita að það verður í lagi með okkur. Þessi þörf hjálpar okkur að halda lífi og minnir okkur á að gæta okkar, taka ekki óþarfa áhættu, sýna ekki fífldirfsku og skipuleggja líf okkar af skynsemi út frá þekktum forsendum. Covid hefur aldeilis reynt á okkur og gert okkur erfiðara fyrir að uppfylla þessa grundvallarþörf. Við höfum þurft að breyta plönum með engum fyrirvara, temja okkur nýja siði og venjur, láta á móti okkur tengsl og samveru við þá sem okkur þykir vænt um og sinna okkar störfum í nýjum og þrengri aðstæðum. Og við gerum það, þökk sé þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem manneskjunni er gefin. Covidbylgjurnar henda okkur fram og til baka. Og þessi reynsla reynir á taugar, eykur kvíða og styttir pirringsþráðinn. Orkan er minni – og leiðir til að ná í orku færri og flóknari. Við vorum heima að vinna, við fengum svo að fara í vinnuna og fórum svo aftur heim að vinna. Og margir hafa misst vinnuna, hafa enga vinnu að fara til. Mörgum hefur komið á óvart hvað reyndi á suma – jafnvel marga – að fara aftur til vinnu. Stinga sér aftur inn í vinnufélagahópinn. Þurfa að snurfusa sig á morgnana og vera í samskiptum við marga, venjast áreitinu í vinnunni og skipuleggja á annan hátt verkefni og vinnusiði. Vera svo að ná tökum á því til þess eins að fara aftur heim og taka upp gamla covidsiði. Nú er ekki svo að ég sé að lýsa einhverjum hörumungum á borð við sult og seyru, kulda og trekk. En þessar óvelkomnu og undarlegu breytingar vegna heimsfaraldurs sem við berjumst nú við að ná tökum á af öllum mætti, hafa lúmsk og erfið sálræn áhrif á okkur flest. Það reynir á kollinn að muna eftir og tileinka sér þessa nýju siði. Það reynir á okkur rifrildið um sóttkví og fyrirkomulag hennar. Við berum okkur saman, verðum reið út í hvert annað og finnst okkar hlutur fyrir borð borinn. Fáum samviskubit yfir að finnast fábreytta lífið gott. Fáum samviskubit yfir að fá að fara í vinnuna þegar aðrir verða að vinna heima við þrengri aðbúnað. Fáum samviskubit yfir að ganga að gosinu, fara í bústað, hitta nána vini. Berum okkur saman við aðra og verðum óörugg, frústreruð, reið og hrædd. Stjórnendur og starfsfólk hafa þurft að glíma við stór verkefni, ný og flókin. Erfitt er að skipuleggja fram í tímann og það er alveg nýr veruleiki. Við tölum um sviðsmyndir og leiðir, útgáfur og horfur þar til við erum orðin blá í framan og andlega þreytan gerir það að verkum að svefnleysi og þunglyndi eykst. Þegar fjórða bylgjan birtist við sjóndeildarhring var stutt í bugun á mörgum vígstöðvum. Það eru takmörk fyrir því hvað við getum tekið margar beygjur – og þó. Við tökum jafnmargar beygjur og við verðum að taka,. Það ekkert annað í boði. En við höfum þó lært alveg heil ósköp á þessu ári. Við höfum lært að það er gott að búa í fjölskylduvænu samfélagi og eiga „jólakúlur“ og „páskaegg“ að hverfa til. Við höfum lært að við höfum meiri sveigjanleika en við trúðum að væri hægt að búa yfir. Við höfum verið rækilega minnt á hvað list í öllum sínum formum er okkur mikilvæg – bæði vegna þess að það er þrengt að þessum formum og við söknum mikið en líka vegna þess að þá sækjum við í önnur form listar og hún hjálpar okkur svo sannarlega að lifa af. Hvert og eitt okkar hefur líka lært að við búum yfir eiginleikum, þrautseigju, þolgæði, hæfni til að hafa ofan af fyrir okkur með nýjum leiðum. Við höfum líka kynnst því hvað við eigum framúrskarandi gott og sterkt fagfólk á svo mörgum sviðum, í okkar röðum. Það eykur sálrænt öryggi svo sannarlega. Þessari reynslu búum við að, svo framundan eru fróðlegir og frjóir tímar! Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun