Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 11:40 Magnús Tumi við gosið í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en hann greindi frá því að mögulegar hættur hefðu verið ræddar á fundi Vísindaráðs í gær. Sagði hann að í fyrsta lagi bæri að hafa í huga að undir svæðinu væri langur kvikugangur sem hefði komist nærst yfirborðinu þar sem gosstöðvarnar væru nú. Hann sagði að segja mætti að glufur væru að koma í „lögnina“ og það gæti gerst á fleiri stöðum, bæði til norðurs og suðurs. Nýir gígar gætu því myndast; fyrst myndu koma upp gufa og gas og síðan kvika. Það væri skipulagsaðila að gæta að því að fólk væri ekki á ferðum þar sem það gæti gerst en einnig almenningur bæri einnig ábyrgð á því að fara að fyrirmælum. Annað væri hraunið. Íslendingar væru meðal fárra þjóða sem væru í þeirri forréttindastöðu að upplifa þessa fallegu sjón með berum augum. Hins vegar yrði fólk að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega þegar um væri að ræða brattar hraunbrúnir. Eina banaslysið sem hefði orðið í gosi á Íslandi hefði átt sér stað þegar hraunbrún gaf sig í Heklugosi. Við ættum að forðast að láta það gerast aftur, sagði Magnús Tumi. Þá gætu undanhlaup orðið, þar sem kvika brýst skjótt undan hraunbrúninni og gæti farið mjög hratt. Þriðja var gasið. Mikið gas kæmi frá gosstöðvunum, um 70 til 80 prósent úr gýgunum en restin frá hrauninu. Ef vindur væri mikill blési hann því burtu en ef ekki væri mikilvægt að halda sig frá lægðum. Gasið gæti verið lyktarlaust og þannig liðið yfir fólk skyndilega og þá væri allt eins líklegt að sama gerðist hjá þeim sem reyndu að koma til aðstoðar. Það er mikilvægt vera áveðurs, sagði Magnús Tumi, með vindinn í bakið. Þegar voraði væri viðbúið að vind myndi lægja og viðbúið að hættulegar aðstæður kæmu oftar upp. Hvatti hann fólk til að halda sig uppi á hæðum; hraunið væri ekki síður fallegra þaðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en hann greindi frá því að mögulegar hættur hefðu verið ræddar á fundi Vísindaráðs í gær. Sagði hann að í fyrsta lagi bæri að hafa í huga að undir svæðinu væri langur kvikugangur sem hefði komist nærst yfirborðinu þar sem gosstöðvarnar væru nú. Hann sagði að segja mætti að glufur væru að koma í „lögnina“ og það gæti gerst á fleiri stöðum, bæði til norðurs og suðurs. Nýir gígar gætu því myndast; fyrst myndu koma upp gufa og gas og síðan kvika. Það væri skipulagsaðila að gæta að því að fólk væri ekki á ferðum þar sem það gæti gerst en einnig almenningur bæri einnig ábyrgð á því að fara að fyrirmælum. Annað væri hraunið. Íslendingar væru meðal fárra þjóða sem væru í þeirri forréttindastöðu að upplifa þessa fallegu sjón með berum augum. Hins vegar yrði fólk að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega þegar um væri að ræða brattar hraunbrúnir. Eina banaslysið sem hefði orðið í gosi á Íslandi hefði átt sér stað þegar hraunbrún gaf sig í Heklugosi. Við ættum að forðast að láta það gerast aftur, sagði Magnús Tumi. Þá gætu undanhlaup orðið, þar sem kvika brýst skjótt undan hraunbrúninni og gæti farið mjög hratt. Þriðja var gasið. Mikið gas kæmi frá gosstöðvunum, um 70 til 80 prósent úr gýgunum en restin frá hrauninu. Ef vindur væri mikill blési hann því burtu en ef ekki væri mikilvægt að halda sig frá lægðum. Gasið gæti verið lyktarlaust og þannig liðið yfir fólk skyndilega og þá væri allt eins líklegt að sama gerðist hjá þeim sem reyndu að koma til aðstoðar. Það er mikilvægt vera áveðurs, sagði Magnús Tumi, með vindinn í bakið. Þegar voraði væri viðbúið að vind myndi lægja og viðbúið að hættulegar aðstæður kæmu oftar upp. Hvatti hann fólk til að halda sig uppi á hæðum; hraunið væri ekki síður fallegra þaðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira