Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði starfsfólks leik- og grunnskóla í fyrra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. apríl 2021 19:01 Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Vilhelm Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra. Flest málin snúast um harðræði en einnig eru dæmi um óeðileg samskipti af kynferðislegum toga. Samkvæmt 35. grein barnaverndarlaga skal barnavernd hefja könnun máls ef nefndin fær ábendingu um að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant. Árið 2020 bárust tólf slíkar ábendingar til barnaverndar Reykjavíkur um starfsmenn í leik- og grunnskólum borgarinnar. Árið 2019 voru málin sex og níu árið 2018. Vinnuveitanda ber að fara af stað með sjálfstæða rannsókn ef ábening berst um að hegðun starfsmanns gagnvart barni sé stórlega ábótavant. Barnaverndarnefnd skoðar málin líka og tekur svo ákvörðun um hvort tilefni sé til frekari rannsóknar af þeirra hálfu. Af málum tólf í fyrra tók nefndin fimm mál lengra. Sigurður Örn Magnússon, deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur, segir að aðallega sé um að ræða ásakanir nemenda á hendur starfsfólks um að einhvers konar harðræði hafi verið beitt. „Þar sem að viðkomandi nemandi var að gagnrýna starfsmann fyrir að hafa tekið of harkalega í sig eða orðaskipti sem nemandanum fannst á sér brotið í,“ segir Sigurður Örn. Sum málin eru alvarlegri. „Það hafa komið mál þar sem grunur er, út frá frásögn barnsins, um að barn sé að greina frá óeðlilegum samskiptum af kynferðislegum toga. Þau mál eru þó mjög fátíð,“ segir Sigurður Örn. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Samkvæmt 35. grein barnaverndarlaga skal barnavernd hefja könnun máls ef nefndin fær ábendingu um að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant. Árið 2020 bárust tólf slíkar ábendingar til barnaverndar Reykjavíkur um starfsmenn í leik- og grunnskólum borgarinnar. Árið 2019 voru málin sex og níu árið 2018. Vinnuveitanda ber að fara af stað með sjálfstæða rannsókn ef ábening berst um að hegðun starfsmanns gagnvart barni sé stórlega ábótavant. Barnaverndarnefnd skoðar málin líka og tekur svo ákvörðun um hvort tilefni sé til frekari rannsóknar af þeirra hálfu. Af málum tólf í fyrra tók nefndin fimm mál lengra. Sigurður Örn Magnússon, deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur, segir að aðallega sé um að ræða ásakanir nemenda á hendur starfsfólks um að einhvers konar harðræði hafi verið beitt. „Þar sem að viðkomandi nemandi var að gagnrýna starfsmann fyrir að hafa tekið of harkalega í sig eða orðaskipti sem nemandanum fannst á sér brotið í,“ segir Sigurður Örn. Sum málin eru alvarlegri. „Það hafa komið mál þar sem grunur er, út frá frásögn barnsins, um að barn sé að greina frá óeðlilegum samskiptum af kynferðislegum toga. Þau mál eru þó mjög fátíð,“ segir Sigurður Örn.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira