Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 20:34 Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag. „Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
„Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira