Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 20:34 Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag. „Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
„Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira