Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 20:34 Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag. „Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira