Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 13:01 Flick er klár í að verða næsti þjálfari þýska landsliðsins. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. Hinn sextugi Matthäus lék með Bayern frá árunum 1984 til 1988 og aftur frá 1992 til 2000. Hann þekkir því ágætlega til í herbúðum Bæjara. Þessi magnaði leikmaður spilaði einnig 150 landsleiki fyrir Þýskaland. Síðan skórnir fóru á hilluna um aldamótin hefur hann bæði þjálfað sem og unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi. Matthäus staðfesti við Sky Sports í Þýskalandi að Flick myndi taka við þýska landsliðinu í sumar þegar Evrópumótinu er lokið. „Það er tilboð á borðinu frá DFB [þýska knattspyrnusambandinu] og Bayern hefur nú þegar talað við [Julian] Nagelsmann. Sambandið vill Flick og ég held – eða raunar er ég sannfærður – um að hann verði ekki þjálfari Bayern á næstu leiktíð,“ sagði Matthäus. Orðrómar um ósætti milli Flick og yfirmanna hans hjá Bayern hafa verið á kreiki undanfarnar vikur. Þá var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá 2006 til 2014 og ku vilja snúa aftur í þægilegan faðm þýska sambandsins. Bayern stefnir á að ráða þýskan þjálfara en ásamt Nagelsmann hefur Jürgen Klopp verið nefndur til sögunnar. Bayern datt í gær út úr Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Paris Saint-Germain í tveimur leikjum er liðin mættust í 8-liða úrslitum. Bæjarar féllu úr leik þar sem PSG skoraði fleiri mörk á útivelli í einvíginu. Síðasta skipting Flick í leiknum vakti athygli. Mögulega var það hans síðasta skipting í Meistaradeild Evrópu með Bayern ef Matthäus hefur rétt fyrir sér. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Hinn sextugi Matthäus lék með Bayern frá árunum 1984 til 1988 og aftur frá 1992 til 2000. Hann þekkir því ágætlega til í herbúðum Bæjara. Þessi magnaði leikmaður spilaði einnig 150 landsleiki fyrir Þýskaland. Síðan skórnir fóru á hilluna um aldamótin hefur hann bæði þjálfað sem og unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi. Matthäus staðfesti við Sky Sports í Þýskalandi að Flick myndi taka við þýska landsliðinu í sumar þegar Evrópumótinu er lokið. „Það er tilboð á borðinu frá DFB [þýska knattspyrnusambandinu] og Bayern hefur nú þegar talað við [Julian] Nagelsmann. Sambandið vill Flick og ég held – eða raunar er ég sannfærður – um að hann verði ekki þjálfari Bayern á næstu leiktíð,“ sagði Matthäus. Orðrómar um ósætti milli Flick og yfirmanna hans hjá Bayern hafa verið á kreiki undanfarnar vikur. Þá var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins frá 2006 til 2014 og ku vilja snúa aftur í þægilegan faðm þýska sambandsins. Bayern stefnir á að ráða þýskan þjálfara en ásamt Nagelsmann hefur Jürgen Klopp verið nefndur til sögunnar. Bayern datt í gær út úr Meistaradeild Evrópu eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Paris Saint-Germain í tveimur leikjum er liðin mættust í 8-liða úrslitum. Bæjarar féllu úr leik þar sem PSG skoraði fleiri mörk á útivelli í einvíginu. Síðasta skipting Flick í leiknum vakti athygli. Mögulega var það hans síðasta skipting í Meistaradeild Evrópu með Bayern ef Matthäus hefur rétt fyrir sér.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 14. apríl 2021 10:31
Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01
PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00