Þegar meðferð eykur líkur á langvinnum verkjum Björn Hákon Sveinsson skrifar 16. apríl 2021 08:01 Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun