Er ég orðinn faðir dóttur minnar? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. apríl 2021 15:00 Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun