Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Ólafur Ísleifsson skrifar 18. apríl 2021 09:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Meginmarkmið frumvarpsins er að styðja af hálfu stjórnvalda við samninga aðila vinnumarkaðarins um að jafna réttindi starfsfólks á almennum og opinberum markaði. Fyrirhuguð lögfesting á 15,5% lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóðs er liður í stuðningi stjórnvalda við lífskjarasamningana frá apríl 2019. Þessi atriði sem lúta að kjarasamningum auk ákvæða um séreignarsparnað mynda uppistöðuna í frumvarpinu og er mikilvægt að í þessum efnum fáist farsæl niðurstaða. Háskaleg tillaga Sérkennilegt verður að telja að kosið er að læða inn í þetta mikilvæga frumvarp tillögu sem verulega skerðir kjör eldra fólks. Frumvarpið geymir ákvæði sem verkalýðshreyfingin hefur gert alvarlagar athugasemdir við og segir ekki hafa verið haft samráð við sig. Meðal þessara ákvæða er tillaga um að greiðslur úr lífeyrissjóðum breytist árlega vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs og hverfa með því frá því að þessar greiðslur breytist mánaðarlega eftir þróun vísitölunnar. Sú skipan hefur staðið óhögguð að minnsta kosti frá 1997. Eðlilegar áhyggjur eldra fólks Þetta atriði að bæta verðbólguna árlega í stað mánaðarlega veldur eldri borgurum sem njóta greiðslna úr lífeyríssjóðum miklum áhyggjum. Verðbólgugusa eins og við Íslendingar höfum nýlega reynslu af stæði óbætt í heilt ár. Sér hver maður hvílík áhrif slíkt gæti haft á hag eldra fólks. Í frumvarpinu segir ekkert um tilefni þessarar breytingar eða tilgang. Hún er skýrð með einni setningu um að breytt framkvæmd geti dregið verulega úr kröfum Tryggingastofnunar ríkisins um endurgreiðslur vegna vanáætlunar á greiðslum frá lífeyrissjóðum í byrjun árs. Aumleg skýring Aumlegri gæti þessi skýring naumast verið. Með því að tala um breytta framkvæmd sýnist leitast við að breiða yfir þá kjaraskerðingu sem breytingin felur í sér. Hins vegar á breytingin að hjálpa Tryggingastofnun við áætlanagerð eins og hún sé ekki fullfær um slíkt og það án þess að til þurfi að koma alvarlegar skerðingar á kjörum eldra fólks. Þetta er engin skýring heldur yfirvarp eða yfirklór að ekki sé talað um blekkingu í ljósi þess að hvergi er gengist við þeirri kjaraskerðingu sem hér er í raun gerð tillaga um. Ráðherra ókunnugt um tilefni eða tilgang breytingar Þegar fjármálaráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu í vikunni beindi ég til hans spurningu um hvert væri tilefni þessarar breytingar og hvaða tilgangi henni væri ætlað að þjóna en um þetta segir ekkert í frumvarpinu. Eins spurði ég hvers vegna væri þar ekki að finna greinargerð um áhrif á hag sjóðfélaga, fjárhagsstöðu lífeyrissjóðanna og ríkisjóðs. Fjármálaráðherra gat í engu svarað spurningum mínum um þessi atriði. Hann sagði þetta ekkert meginefni þessa máls. Frumvarpið snerist um sögulega jöfnun lífeyrisréttinda á milli ólíkra sviða vinnumarkaðarins. Ráðherra sagði þetta ákvæði og tvö önnur, sem lúta að hækkun lífeyrisaldurs úr 16 árum í 18 ár og kjörum sjómanna, smáatriði sem alveg þyldu gagnrýni. Er verðbólgan úr sögunni? Ábendingum um að eldri borgarar séu áhyggjufullir vegna þeirrar óvissu sem frumvarpið skapar um fjárhag þeirra og framfærslu svaraði ráðherra með því að skiljanlegar væru áhyggjur þeirra sem lengi hefðu þurft að glíma við verðbólgutíma. En þeir tímar eru liðnir núna, sagði ráðherra og bætti við að ef við gætum viðhaldið því ástandi væri þetta atriði ekki eins stórt og menn vildu vera láta. Þetta svar ráðherra um áhyggjur fólks af kjörum sínum vegna hættu á verðbólgu nær engu máli. Verðbólgan rauk upp snemma á þessu ári og ekki útséð um framhald verðþróunar í landinu. Engin trygging er fyrir því að verðbólga heyri sögunni til. Væri fjármálaráðherra t.d. ósammála þeirri staðhæfingu að ný ríkisstjórn á hausti komanda skipuð sömu flokkum og í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur væri ekki sérlega líkleg í ljósi árangurs í fjármálastjórn til að hafa burði til að halda verðbólgu í skefjum? Tillöguna ætti að draga til baka Nei, svarið er augljóst. Áhyggjur fólks eru eðlilegar og þeirri óvissu sem ráðherra hefur skapað með tillögu sinni verður að eyða tafarlaust. Best gerði hann það með því að lýsa yfir að hann drægi til baka umrædda tillögu, enda veit hann hvorki um tilefni hennar eða tilgang. Yfirlýsing um að tillagan væri dregin til baka hlýtur að vera ráðherra auðveld í ljósi þess að hann hefur lýst því á Alþingi að hér ræði um aukaatriði og smámál. Varla stendur í mönnum að kippa slíku úr sambandi. Fast verður staðið gegn atlögu ríkisstjórnarinnar Hitt mega menn vita að í öllu falli verður fast staðið gegn þessum áformum ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ráðast að kjörum eldri borgara. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Ólafur Ísleifsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Meginmarkmið frumvarpsins er að styðja af hálfu stjórnvalda við samninga aðila vinnumarkaðarins um að jafna réttindi starfsfólks á almennum og opinberum markaði. Fyrirhuguð lögfesting á 15,5% lágmarksiðgjaldi til lífeyrissjóðs er liður í stuðningi stjórnvalda við lífskjarasamningana frá apríl 2019. Þessi atriði sem lúta að kjarasamningum auk ákvæða um séreignarsparnað mynda uppistöðuna í frumvarpinu og er mikilvægt að í þessum efnum fáist farsæl niðurstaða. Háskaleg tillaga Sérkennilegt verður að telja að kosið er að læða inn í þetta mikilvæga frumvarp tillögu sem verulega skerðir kjör eldra fólks. Frumvarpið geymir ákvæði sem verkalýðshreyfingin hefur gert alvarlagar athugasemdir við og segir ekki hafa verið haft samráð við sig. Meðal þessara ákvæða er tillaga um að greiðslur úr lífeyrissjóðum breytist árlega vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs og hverfa með því frá því að þessar greiðslur breytist mánaðarlega eftir þróun vísitölunnar. Sú skipan hefur staðið óhögguð að minnsta kosti frá 1997. Eðlilegar áhyggjur eldra fólks Þetta atriði að bæta verðbólguna árlega í stað mánaðarlega veldur eldri borgurum sem njóta greiðslna úr lífeyríssjóðum miklum áhyggjum. Verðbólgugusa eins og við Íslendingar höfum nýlega reynslu af stæði óbætt í heilt ár. Sér hver maður hvílík áhrif slíkt gæti haft á hag eldra fólks. Í frumvarpinu segir ekkert um tilefni þessarar breytingar eða tilgang. Hún er skýrð með einni setningu um að breytt framkvæmd geti dregið verulega úr kröfum Tryggingastofnunar ríkisins um endurgreiðslur vegna vanáætlunar á greiðslum frá lífeyrissjóðum í byrjun árs. Aumleg skýring Aumlegri gæti þessi skýring naumast verið. Með því að tala um breytta framkvæmd sýnist leitast við að breiða yfir þá kjaraskerðingu sem breytingin felur í sér. Hins vegar á breytingin að hjálpa Tryggingastofnun við áætlanagerð eins og hún sé ekki fullfær um slíkt og það án þess að til þurfi að koma alvarlegar skerðingar á kjörum eldra fólks. Þetta er engin skýring heldur yfirvarp eða yfirklór að ekki sé talað um blekkingu í ljósi þess að hvergi er gengist við þeirri kjaraskerðingu sem hér er í raun gerð tillaga um. Ráðherra ókunnugt um tilefni eða tilgang breytingar Þegar fjármálaráðherra hafði mælt fyrir frumvarpinu í vikunni beindi ég til hans spurningu um hvert væri tilefni þessarar breytingar og hvaða tilgangi henni væri ætlað að þjóna en um þetta segir ekkert í frumvarpinu. Eins spurði ég hvers vegna væri þar ekki að finna greinargerð um áhrif á hag sjóðfélaga, fjárhagsstöðu lífeyrissjóðanna og ríkisjóðs. Fjármálaráðherra gat í engu svarað spurningum mínum um þessi atriði. Hann sagði þetta ekkert meginefni þessa máls. Frumvarpið snerist um sögulega jöfnun lífeyrisréttinda á milli ólíkra sviða vinnumarkaðarins. Ráðherra sagði þetta ákvæði og tvö önnur, sem lúta að hækkun lífeyrisaldurs úr 16 árum í 18 ár og kjörum sjómanna, smáatriði sem alveg þyldu gagnrýni. Er verðbólgan úr sögunni? Ábendingum um að eldri borgarar séu áhyggjufullir vegna þeirrar óvissu sem frumvarpið skapar um fjárhag þeirra og framfærslu svaraði ráðherra með því að skiljanlegar væru áhyggjur þeirra sem lengi hefðu þurft að glíma við verðbólgutíma. En þeir tímar eru liðnir núna, sagði ráðherra og bætti við að ef við gætum viðhaldið því ástandi væri þetta atriði ekki eins stórt og menn vildu vera láta. Þetta svar ráðherra um áhyggjur fólks af kjörum sínum vegna hættu á verðbólgu nær engu máli. Verðbólgan rauk upp snemma á þessu ári og ekki útséð um framhald verðþróunar í landinu. Engin trygging er fyrir því að verðbólga heyri sögunni til. Væri fjármálaráðherra t.d. ósammála þeirri staðhæfingu að ný ríkisstjórn á hausti komanda skipuð sömu flokkum og í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur væri ekki sérlega líkleg í ljósi árangurs í fjármálastjórn til að hafa burði til að halda verðbólgu í skefjum? Tillöguna ætti að draga til baka Nei, svarið er augljóst. Áhyggjur fólks eru eðlilegar og þeirri óvissu sem ráðherra hefur skapað með tillögu sinni verður að eyða tafarlaust. Best gerði hann það með því að lýsa yfir að hann drægi til baka umrædda tillögu, enda veit hann hvorki um tilefni hennar eða tilgang. Yfirlýsing um að tillagan væri dregin til baka hlýtur að vera ráðherra auðveld í ljósi þess að hann hefur lýst því á Alþingi að hér ræði um aukaatriði og smámál. Varla stendur í mönnum að kippa slíku úr sambandi. Fast verður staðið gegn atlögu ríkisstjórnarinnar Hitt mega menn vita að í öllu falli verður fast staðið gegn þessum áformum ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ráðast að kjörum eldri borgara. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun