Sitja landsmenn við sama borð? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 19. apríl 2021 18:01 Eitt af þeim málum sem við þingmenn Miðflokksins fengum samþykkt í þinginu var að fela heilbrigðisráðherra að meta hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Upphaflega var ætlunin að fara fram á við heilbrigðisráðherra að krabbameinsmeðferðir yrðu gjaldfrjálsar. Til þess að ná málinu fram var tekin ákvörðun um að sættast á að útvíkka skilgreiningu tillögunnar. Það var gert í von um að fram kæmu raunverulegar aðgerðir fyrir alla þá sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Að greinast með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er nægjanlegt áfall hverjum og einum þó ekki bætist fjárhagsáhyggjur við. Þann 15. mars síðastliðinn kom út skýrsla heilbrigðisráðherra og satt best að segja þá var skýrslan nokkur vonbrigði. Lítið er, ef nokkuð, tekið á þeim gríðarlega vanda sem fólk sem greint hefur verið með krabbamein stendur frammi fyrir. Byrjun skýrslunnar er nokkuð hástemd. Þar er dregið fram atriði úr sáttmála ríkisstjórnarinnar: „Almennt á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og gera greiðslukerfið gagnsærra og skilvirkara“. Á öðrum stað skýrslunnar er fjallað um að meta þurfi árangur núverandi heilbrigðiskerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, til dæmis ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu, þannig að allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Veikist fólk á landsbyggðinni er það töluvert háð því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í ferðakostnaði sem hlýst af því að sækja nauðsynlega þjónustu til Reykjavíkur. Dæmi um flækjustig vegna ferðalaga mátti heyra í þinginu fyrir nokkru síðan en þar sagði heilbrigðisráðherra: „Greiðsluþátttakan er í stöðugri skoðun og líka endurgreiðsla á ferðakostnaði. En meginreglan er að sjúkratryggður á rétt á greiðslu kostnaðar vegna tveggja ferða á hverjum 12 mánuðum ef um er að ræða óhjákvæmilega sjúkdómsmeðferð eins og nefnt er, sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð“. Óskiljanlegt flækjustig Einstaklingur sem leitar lækninga getur þurft að greiða fyrir vottorð um að hann hafi þurft að leita sér lækninga. Skilur þetta einhver? Í heilbrigðiskerfinu er hver flækjan ofan á aðra og endanleg niðurstaða er aukinn kostnaður bæði fyrir einstaklinga og hið opinbera. Hér er kostnaður ekki aðalatriðið heldur óþægindi einstaklinga. Nóg er nú samt. Heilbirgðisráðherra hafði þetta að segja við sömu umræðu á Alþingi: „Þá er rétt að benda á að einstaklingar sem þurfa að leita læknismeðferðar utan heimabyggðar þurfa ekki í öllum tilvikum að greiða umrædda upphæð aukalega til að fá endurgreiðslu. Læknir sækir um greiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúkratryggðan með því að fylla út vottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innan lands og það er hlutverk læknis að skýra tilgang ferðar og staðfesta að meðferð sé ekki fáanleg í heimabyggð. Samkvæmt reglugerð um greiðsluþátttöku kostar vottorðið 1.474 kr. eins og málin standa. Hægt er að sækja um vegna fleiri en einnar ferðar á hverju vottorði og eins og kemur fram í reglugerðinni er eigin hluti sjúklings vegna hverrar ferðar fram og til baka aldrei hærri en 1.500 kr. Þegar endurgreiðsla sjúklings er reiknuð er sú upphæð því dregin frá endurgreiðslunni og sé greiðsluhluti sjúkratryggðs t.d. orðinn hærri en sem nemur 10.000 kr. á 12 mánaða tímabili fellur upphæð eigin hluta sjúkratryggðs niður í 500 kr. fyrir hverja ferð“. Það tekur kerfið að jafnaði 1 – 16 sólahringa frá því að einstaklingur sækir sér heilbrigðisþjónustu þangað til greiðslustaða hans uppfærist í greiðsluþátttökukerfinu. Þetta þýðir að öll gögn verða að hafa borist áður en uppfærslan á sér stað, einnig öll gögn vegna ferða- og uppihalds. Landsbyggðin situr ekki við sama borð Fyrir íbúa á landsbyggðinni tekur oft langan tíma að afla vottorða. Í skýrslu heilbirgðisráðherra segir: „Sæki einstaklingur sér heilbrigðisþjónustu innan áðurnefndra tímamarka tekur greiðslustaða hans ekki mið af fyrri komu þegar krafið er um greiðslu fyrir þjónustuna. Af þeim sökum geta einstaklingar greitt fullt greiðsluþátttökuverð fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir áttu rétt á að fá afslátt af eða átti þeim að vera jafnvel að kostnaðarlausu. Sjúkratryggingar endurgreiða einstaklingum inneignir vegna ofangreinds með reglubundnum hætti, en þrátt fyrir það getur nokkur tími liðið frá því að einstaklingur ofgreiðir og þar til að honum berst endurgreiðsla. Væru til staðar rauntímasamskipti við alla veitendur heilbrigðisþjónustu líkt og lagt var upp með við gildistöku kerfisins myndu einstaklingar nánast undantekningarlaust greiða rétt verð fyrir þjónustu m.v. greiðslustöðu sína“. Beðið eftir efndum Nú fer þessu kjörtímabili að ljúka og þess vegna hefur heilbrigðisráðherra stuttan tíma til þess að standa við það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Núverandi kerfi var metið í byrjun árs 2019, eftir tveggja ára gildistíma þess. Mismunun vegna búsetu er sannarlega sláandi og viðvarandi. Einnig má segja að lífeyrisþegar hafi ekki notið nýja kerfisins til jafns á við þá sem sagðir eru almennir. Þeir eru skilgreindir sem sjúkratryggðir einstaklingar á aldrinum 18 - 67 ára, sem ekki þiggja lífeyri. Þannig að segja má að heilbrigðisráðherra hafi metið kerfið eins og boðað var með hliðsjón af veikasta fólkinu. Einnig hefur ráðherra skoðað þætti sem ekki eru hluti af heilbrigðiskerfinu svo sem ferða- og uppihaldskostnað. Þetta var metið fyrir tveimur árum síðan en engar aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Landsmenn njóta ekki ásættanlegrar þjónustu, sem þeir eiga rétt á, óháð efnahag og búsetu. Skýrsla heilbrigðisráðherra er almenn yfirferð og svarar á engan hátt þeirri beiðni sem lagt var upp með. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Heilbrigðismál Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem við þingmenn Miðflokksins fengum samþykkt í þinginu var að fela heilbrigðisráðherra að meta hvernig megi lágmarka kostnað sjúklinga vegna langvinnra og lífshættulegra sjúkdóma. Upphaflega var ætlunin að fara fram á við heilbrigðisráðherra að krabbameinsmeðferðir yrðu gjaldfrjálsar. Til þess að ná málinu fram var tekin ákvörðun um að sættast á að útvíkka skilgreiningu tillögunnar. Það var gert í von um að fram kæmu raunverulegar aðgerðir fyrir alla þá sem greinast með lífsógnandi sjúkdóm. Að greinast með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er nægjanlegt áfall hverjum og einum þó ekki bætist fjárhagsáhyggjur við. Þann 15. mars síðastliðinn kom út skýrsla heilbrigðisráðherra og satt best að segja þá var skýrslan nokkur vonbrigði. Lítið er, ef nokkuð, tekið á þeim gríðarlega vanda sem fólk sem greint hefur verið með krabbamein stendur frammi fyrir. Byrjun skýrslunnar er nokkuð hástemd. Þar er dregið fram atriði úr sáttmála ríkisstjórnarinnar: „Almennt á að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og gera greiðslukerfið gagnsærra og skilvirkara“. Á öðrum stað skýrslunnar er fjallað um að meta þurfi árangur núverandi heilbrigðiskerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, til dæmis ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu, þannig að allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Veikist fólk á landsbyggðinni er það töluvert háð því að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í ferðakostnaði sem hlýst af því að sækja nauðsynlega þjónustu til Reykjavíkur. Dæmi um flækjustig vegna ferðalaga mátti heyra í þinginu fyrir nokkru síðan en þar sagði heilbrigðisráðherra: „Greiðsluþátttakan er í stöðugri skoðun og líka endurgreiðsla á ferðakostnaði. En meginreglan er að sjúkratryggður á rétt á greiðslu kostnaðar vegna tveggja ferða á hverjum 12 mánuðum ef um er að ræða óhjákvæmilega sjúkdómsmeðferð eins og nefnt er, sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð“. Óskiljanlegt flækjustig Einstaklingur sem leitar lækninga getur þurft að greiða fyrir vottorð um að hann hafi þurft að leita sér lækninga. Skilur þetta einhver? Í heilbrigðiskerfinu er hver flækjan ofan á aðra og endanleg niðurstaða er aukinn kostnaður bæði fyrir einstaklinga og hið opinbera. Hér er kostnaður ekki aðalatriðið heldur óþægindi einstaklinga. Nóg er nú samt. Heilbirgðisráðherra hafði þetta að segja við sömu umræðu á Alþingi: „Þá er rétt að benda á að einstaklingar sem þurfa að leita læknismeðferðar utan heimabyggðar þurfa ekki í öllum tilvikum að greiða umrædda upphæð aukalega til að fá endurgreiðslu. Læknir sækir um greiðslu ferðakostnaðar fyrir sjúkratryggðan með því að fylla út vottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innan lands og það er hlutverk læknis að skýra tilgang ferðar og staðfesta að meðferð sé ekki fáanleg í heimabyggð. Samkvæmt reglugerð um greiðsluþátttöku kostar vottorðið 1.474 kr. eins og málin standa. Hægt er að sækja um vegna fleiri en einnar ferðar á hverju vottorði og eins og kemur fram í reglugerðinni er eigin hluti sjúklings vegna hverrar ferðar fram og til baka aldrei hærri en 1.500 kr. Þegar endurgreiðsla sjúklings er reiknuð er sú upphæð því dregin frá endurgreiðslunni og sé greiðsluhluti sjúkratryggðs t.d. orðinn hærri en sem nemur 10.000 kr. á 12 mánaða tímabili fellur upphæð eigin hluta sjúkratryggðs niður í 500 kr. fyrir hverja ferð“. Það tekur kerfið að jafnaði 1 – 16 sólahringa frá því að einstaklingur sækir sér heilbrigðisþjónustu þangað til greiðslustaða hans uppfærist í greiðsluþátttökukerfinu. Þetta þýðir að öll gögn verða að hafa borist áður en uppfærslan á sér stað, einnig öll gögn vegna ferða- og uppihalds. Landsbyggðin situr ekki við sama borð Fyrir íbúa á landsbyggðinni tekur oft langan tíma að afla vottorða. Í skýrslu heilbirgðisráðherra segir: „Sæki einstaklingur sér heilbrigðisþjónustu innan áðurnefndra tímamarka tekur greiðslustaða hans ekki mið af fyrri komu þegar krafið er um greiðslu fyrir þjónustuna. Af þeim sökum geta einstaklingar greitt fullt greiðsluþátttökuverð fyrir heilbrigðisþjónustu sem þeir áttu rétt á að fá afslátt af eða átti þeim að vera jafnvel að kostnaðarlausu. Sjúkratryggingar endurgreiða einstaklingum inneignir vegna ofangreinds með reglubundnum hætti, en þrátt fyrir það getur nokkur tími liðið frá því að einstaklingur ofgreiðir og þar til að honum berst endurgreiðsla. Væru til staðar rauntímasamskipti við alla veitendur heilbrigðisþjónustu líkt og lagt var upp með við gildistöku kerfisins myndu einstaklingar nánast undantekningarlaust greiða rétt verð fyrir þjónustu m.v. greiðslustöðu sína“. Beðið eftir efndum Nú fer þessu kjörtímabili að ljúka og þess vegna hefur heilbrigðisráðherra stuttan tíma til þess að standa við það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Núverandi kerfi var metið í byrjun árs 2019, eftir tveggja ára gildistíma þess. Mismunun vegna búsetu er sannarlega sláandi og viðvarandi. Einnig má segja að lífeyrisþegar hafi ekki notið nýja kerfisins til jafns á við þá sem sagðir eru almennir. Þeir eru skilgreindir sem sjúkratryggðir einstaklingar á aldrinum 18 - 67 ára, sem ekki þiggja lífeyri. Þannig að segja má að heilbrigðisráðherra hafi metið kerfið eins og boðað var með hliðsjón af veikasta fólkinu. Einnig hefur ráðherra skoðað þætti sem ekki eru hluti af heilbrigðiskerfinu svo sem ferða- og uppihaldskostnað. Þetta var metið fyrir tveimur árum síðan en engar aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Landsmenn njóta ekki ásættanlegrar þjónustu, sem þeir eiga rétt á, óháð efnahag og búsetu. Skýrsla heilbrigðisráðherra er almenn yfirferð og svarar á engan hátt þeirri beiðni sem lagt var upp með. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun