Íslendingar borga ekki krónu fyrir bóluefnið Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 14:19 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Norðmenn lána Íslendingum 8% af lager sínum af AstraZeneca, á meðan bóluefnið er ekki í notkun. EPA Norðmenn ætla að lána Íslendingum 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca og gert er ráð fyrir að skammtarnir berist til landsins um helgina. Þetta flýtir mjög fyrir og tryggir næga skammta fyrr en áætlað var til að klára að bólusetja alla 60 ára og eldri í næstu viku. Þegar þar að kemur, þurfa Íslendingar að „skila“ jafnmiklu efni til Norðmanna, þ.e. nákvæmlega jafnmörgum skömmtum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Erna Solberg norsk starfssystir hennar á fundi Evrópuráðs 2019.EFTA Ekki er ljóst hvenær það verður en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður ekki greitt fyrir skammtana, jafnvel þótt Norðmenn ákveði ekki að nota AstraZeneca síðar meir. Þeim verður endurgreitt með AstraZeneca-skömmtum, sem þeir síðan endurráðstafa að vild. Þar með verður lánið að teljast mikill vinagreiði, enda líklegt að verðmæti bóluefnaskammtanna muni hafa rýrnað þegar kemur að skuldadögum. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta flýtir mjög fyrir og tryggir næga skammta fyrr en áætlað var til að klára að bólusetja alla 60 ára og eldri í næstu viku. Þegar þar að kemur, þurfa Íslendingar að „skila“ jafnmiklu efni til Norðmanna, þ.e. nákvæmlega jafnmörgum skömmtum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Erna Solberg norsk starfssystir hennar á fundi Evrópuráðs 2019.EFTA Ekki er ljóst hvenær það verður en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður ekki greitt fyrir skammtana, jafnvel þótt Norðmenn ákveði ekki að nota AstraZeneca síðar meir. Þeim verður endurgreitt með AstraZeneca-skömmtum, sem þeir síðan endurráðstafa að vild. Þar með verður lánið að teljast mikill vinagreiði, enda líklegt að verðmæti bóluefnaskammtanna muni hafa rýrnað þegar kemur að skuldadögum. Norðmenn tilkynntu fyrr í mánuðinum að þeir væru hættir að nota bóluefnið á meðan enn væru uppi áhyggjur af því að áhættan af alvarlegum aukaverkunum væri meiri en ávinningurinn af ónæmi fyrir Covid-19. Ekki liggur fyrir hvenær á að endurskoða þetta. Danir hafa einnig látið af notkun efnisins en ekki af nákvæmlega sömu vísindalegu ástæðum. Heilbrigðisráðuneytið er þó ekki í viðræðum við þá um lán á bóluefni, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18 Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Norðmenn lána Íslendingum bóluefni Samkvæmt nýju samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi. 21. apríl 2021 10:18
Öllum veirutakmörkunum gæti verið aflétt eftir sex vikur Stjórnvöld stefna að því að aflétta öllum kórónuveirutakmörkunum innanlands þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Miðað er við að sá hópur, eða 67 prósent 16 ára og eldri, verði kominn með fyrri sprautuna 1. júní – og öllum takmörkunum gæti þannig verið aflétt um það leyti. 20. apríl 2021 20:21