Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:01 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. „Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir. Strandabyggð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir.
Strandabyggð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira