Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:01 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. „Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir. Strandabyggð Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
„Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir.
Strandabyggð Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira