Boða til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 08:22 Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja hafa boðað til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar og hafa krafist þess að ofbeldi hersins gegn almenningi verði stöðvað strax. EPA-EFE/MUCHLIS JR Leiðtogar Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, komust í gær að niðurstöðu um áætlun til að binda endi á ofbeldið sem skekið hefur Mjanmar undanfarna mánuði. Þetta gerðu þeir í samráði við Min Aung Hlaing, æðsta herforingja Mjanmar. Þá gerðu leiðtogarnir þá kröfu að ofbeldi og morðum á almennum borgurum yrði snarlega stöðvað og að pólitískum föngum verði sleppt. Aung Hlaing er ekki sagður hafa neitað þessari kröfu en heldur ekki hafa lofað því að fylgja henni. Þá boðuðu aðrir leiðtogar til sáttafunda milli herforingjastjórnarinnar og ríkisstjórnar Aung San Suu Kyi, sem var lýðræðislega kjörin í fyrra. Neyðarfundur leiðtoga Sambands Suðaustur-Asíuríkja fór fram í gær og stóð hann yfir í rúma tvo tíma í Jakarta á Indónesíu. „Ástandið í Mjanmar er óásættanlegt og á ekki að halda áfram. Ofbeldið verður að stöðva. Tryggja þarf lýðræði, stöðugleika og frið í Mjanmar,“ sagði Joko Widodo, forseti Indónesíu, eftir fundinn í gær. „Hagsmunir mjanmarska fólksins verður alltaf að vera í forgangi.“ Frá því að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn hefur ofbeldi og sundrung ríkt í landinu. Ríkisstjórn og helstu andstæðingar hersins voru þegar handteknir og settir í gæsluvarðhald og hefur aðför að mótmælendum verið mikil. Herforingjastjórnin hefur ítrekað lýst yfir herlögum til að koma í veg fyrir að mótmælendur snúi aftur á götur úti og hafa meira en 700 almennir borgarar farist undanfarna tæpa þrjá mánuði. Skilaboð leiðtoga Asean á fundinum í gær er talin nokkuð óvenjuleg en meginviðmið sambandsins hefur ávallt verið það að sambandsríki ættu ekki að skipta sér af málum annarra sambandsríkja. Muhyiddin Yassin, forsætisráðherra Malasíu, tjáði sig um þetta meginviðmið eftir fundinn í gær og sagði að stefna ætti aldrei að leiða til aðgerðaleysis ef „friði, öryggi og stöðugleika Suðaustur-Asíu er ógnað.“ Mjanmar Tengdar fréttir Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37 Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Þá gerðu leiðtogarnir þá kröfu að ofbeldi og morðum á almennum borgurum yrði snarlega stöðvað og að pólitískum föngum verði sleppt. Aung Hlaing er ekki sagður hafa neitað þessari kröfu en heldur ekki hafa lofað því að fylgja henni. Þá boðuðu aðrir leiðtogar til sáttafunda milli herforingjastjórnarinnar og ríkisstjórnar Aung San Suu Kyi, sem var lýðræðislega kjörin í fyrra. Neyðarfundur leiðtoga Sambands Suðaustur-Asíuríkja fór fram í gær og stóð hann yfir í rúma tvo tíma í Jakarta á Indónesíu. „Ástandið í Mjanmar er óásættanlegt og á ekki að halda áfram. Ofbeldið verður að stöðva. Tryggja þarf lýðræði, stöðugleika og frið í Mjanmar,“ sagði Joko Widodo, forseti Indónesíu, eftir fundinn í gær. „Hagsmunir mjanmarska fólksins verður alltaf að vera í forgangi.“ Frá því að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn hefur ofbeldi og sundrung ríkt í landinu. Ríkisstjórn og helstu andstæðingar hersins voru þegar handteknir og settir í gæsluvarðhald og hefur aðför að mótmælendum verið mikil. Herforingjastjórnin hefur ítrekað lýst yfir herlögum til að koma í veg fyrir að mótmælendur snúi aftur á götur úti og hafa meira en 700 almennir borgarar farist undanfarna tæpa þrjá mánuði. Skilaboð leiðtoga Asean á fundinum í gær er talin nokkuð óvenjuleg en meginviðmið sambandsins hefur ávallt verið það að sambandsríki ættu ekki að skipta sér af málum annarra sambandsríkja. Muhyiddin Yassin, forsætisráðherra Malasíu, tjáði sig um þetta meginviðmið eftir fundinn í gær og sagði að stefna ætti aldrei að leiða til aðgerðaleysis ef „friði, öryggi og stöðugleika Suðaustur-Asíu er ógnað.“
Mjanmar Tengdar fréttir Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37 Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37
Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent