Bjartsýn á að ná að aflétta samkomutakmörkunum í sumar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að 75 prósent þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok júní og að í framhaldinu verði hægt að létta á öllum samkomutakmörkunum. Ríflega 25 þúsund manns verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. „Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira