Samherjar Samherja og skrímslið sem stjórnmálastéttin bjó til Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. apríl 2021 07:01 „Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. En það er ekki bara þögn margra þingmanna sem er sláandi heldur líka hin virka varðstaða ráðandi stjórnmálaafla um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna. Þetta er kerfið sem gerir eigendum Samherja og annarra stórútgerða kleift að raka til sín arðinum af fiskveiðiauðlindinni og nota hann til að öðlast æ meiri ítök í íslensku viðskiptalífi. Veiðigjöldin sem útgerðarfyrirtæki greiða fyrir aðgang að auðlindinni hafa lækkað umtalsvert á yfirstandandi kjörtímabili og blikna í samanburði við arðgreiðslurnar sem renna til eigenda fyrirtækjanna. Sú þróun er pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna, fólksins sem stjórnar landinu. Þau sitja hjá meðan kvóti safnast á hendur æ færri nátengdra fyrirtækja og viðhalda ónýtum reglum um hámarksaflahlutdeild, m.a. hvað teljist tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð. Þau gelda stofnanirnar sem hafa eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og skattakúnstum Samherja; fyrst með því að grafa undan starfsgetu Fiskistofu og svo með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. Þau styðja við gegndarlausa auðsöfnun hinna fáu með því að viðhalda skattkerfi sem hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað okkar hinna. Þau hunsa ákallið um þjóðareign auðlinda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og leggja í staðinn fram bitlaust ákvæði þar sem hvorki er kveðið skýrt á um tímabindingu afnotaréttarins né eðlilega gjaldtöku. Stjórnmálamenn bjuggu til ofurstéttina sem eignar sér fiskinn í sjónum. Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi. En búum okkur líka undir að hamagangurinn verði enn tryllingslegri ef ný ríkisstjórn, staðráðin í tryggja almenningi réttmætan arð af auðlindum sjávar, tekur við stjórnartaumunum eftir Alþingiskosningar í haust. Þá verða ramakvein Samherjavaldsins staðfesting á því að við séum réttri leið. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
„Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. En það er ekki bara þögn margra þingmanna sem er sláandi heldur líka hin virka varðstaða ráðandi stjórnmálaafla um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna. Þetta er kerfið sem gerir eigendum Samherja og annarra stórútgerða kleift að raka til sín arðinum af fiskveiðiauðlindinni og nota hann til að öðlast æ meiri ítök í íslensku viðskiptalífi. Veiðigjöldin sem útgerðarfyrirtæki greiða fyrir aðgang að auðlindinni hafa lækkað umtalsvert á yfirstandandi kjörtímabili og blikna í samanburði við arðgreiðslurnar sem renna til eigenda fyrirtækjanna. Sú þróun er pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna, fólksins sem stjórnar landinu. Þau sitja hjá meðan kvóti safnast á hendur æ færri nátengdra fyrirtækja og viðhalda ónýtum reglum um hámarksaflahlutdeild, m.a. hvað teljist tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð. Þau gelda stofnanirnar sem hafa eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og skattakúnstum Samherja; fyrst með því að grafa undan starfsgetu Fiskistofu og svo með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. Þau styðja við gegndarlausa auðsöfnun hinna fáu með því að viðhalda skattkerfi sem hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað okkar hinna. Þau hunsa ákallið um þjóðareign auðlinda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og leggja í staðinn fram bitlaust ákvæði þar sem hvorki er kveðið skýrt á um tímabindingu afnotaréttarins né eðlilega gjaldtöku. Stjórnmálamenn bjuggu til ofurstéttina sem eignar sér fiskinn í sjónum. Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi. En búum okkur líka undir að hamagangurinn verði enn tryllingslegri ef ný ríkisstjórn, staðráðin í tryggja almenningi réttmætan arð af auðlindum sjávar, tekur við stjórnartaumunum eftir Alþingiskosningar í haust. Þá verða ramakvein Samherjavaldsins staðfesting á því að við séum réttri leið. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar