Fjallið lofar að bjóða upp á eitthvað sérstakt í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kaldur karl eins og hann sýndi á gosstöðvunum á dögunum. Instagram/@thorbjornsson Fjallið þurfti að skipta út Simon fyrir Simon en mun samt áður berjast í hringnum í stærstu borg Sameinuðu arabísku furstadæmanna í næsta mánuði. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Sjá meira