Gjörbreyttur eftir áfallið á spítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:26 Marek Moszczynski í dómsal á mánudag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Marek Moszczynski, pólskur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið þremur að bana með íkveikju að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar, taldi sig vera með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Geðlæknar telja líklegt að áfallið við þær fréttir hafi komið andlegum veikindum hans af stað. Aðalmeðferð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur er nú á þriðja degi. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks fór fram á það við dóminn að þinghaldi yrði lokað meðan andleg veikindi og persónuleg sjúkrasaga Mareks yrði til umfjöllunar – eða að fjölmiðlum yrði að minnsta kosti meinað að fjalla um þann hluta málsins. Dómurinn féllst ekki á það og þinghald hélst áfram opið. Fram kom í máli geðlækna sem komu að geðmati eða meðferð á Marek að hann væri elstur þríbura. Líkt og greint var frá áður hafði Marek orðið veikur í byrjun maí 2020, tæpum tveimur mánuðum fyrir brunann, og verið lagður inn á spítala með einkenni sem talið var að gætu verið magakrabbamein. Geðlæknir hafði eftir bróðurdóttur Mareks að aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marek hefði verið tilkynnt um að hann gæti verið með illkynja krabbamein, sem mögulega gæti leitt til dauða, hefði hegðun hans gjörbreyst – líkt og hann hefði fengið sjokk eftir þessar upplýsingar. Geðlæknar voru sammála um að álagið af legu hans á deildinni, þegar hann stóð í þeirri trú að hann væri mögulega að deyja, hafi komið af stað andlegu veikindum hans, sem enduðu með maníu eða geðrofsástandi. Þá hefði hann staðið í þeirri trú að hann væri með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Síðar kom í ljós að veikindin voru ekki illkynja en ekki fyrr en eftir brunann. Samkvæmt samtölum við fjölskyldumeðlimi Mareks hefði hann jafnframt sýnt af sér hegðun gegnum tíðina sem gæti bent til þess að hann væri með geðhvarfasjúkdóm. Óljós innlögn á hergeðdeild Þá var greint frá óljósri sögu um innlögn Mareks á geðdeild á vegum pólska hersins fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Geðlæknarnir sögðu allir að mjög erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um þessa innlögn og einn sagði að Marek hefði fengið einhverja greiningu þar. Hins vegar hefði Marek sjálfur sagt að hann hefði gert sér upp þessi veikindi til að komast hjá því að gegna herskyldu. Einn geðlæknir sem vann að yfirmati á Marek sagði að það væri mat hans að Marek hefði verið ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum daginn sem bruninn varð. Það væri til dæmis augljóst af upptökum úr búkmyndavélum lögreglu og af þeirri hegðun hans sem geðlæknarnir urðu sjálfir vitni að. Þá töldu geðlæknarnir afar ólíklegt að Marek hefði gert sér einkenni sín upp. Antíbíómanía? Þá var töluverðu púðri varið í umræðu um svokallaða „antíbíómaníu“, maníuástand sem orsakast getur af inntöku sýklalyfja. Geðlæknar voru spurðir að því hvort sýklalyf sem Marek fékk á magadeild Landspítalans gætu hafa framkallað veikindi hans. Einn taldi það með ólíkindum og hinir töldu það í það minnsta afar ólíklegt. Dæmi væru vissulega um að sjúklingar sýndu maníueinkenni eftir að fá slík lyf en það væri mjög sjaldgæft. Líkt og fram hefur komið er Marek metinn ósakhæfur. Geðlæknarnir voru allir inntir eftir því hvort þeir teldu að Marek þyrfti að sæta öryggisráðstöfunum, verði hann fundinn sekur. Einn taldi ekki þörf á því en hinir töldu öruggast að hann fengi einhvers konar eftirfylgni, til að mynda á réttargeðdeild. Þá voru geðlæknarnir þeirrar skoðunar að það breytti engu um téða eftirfylgni hvort veikindi Mareks væru tilkomin vegna geðræns sjúkdóms, áfalls eða sýklalyfjanna. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41 Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41 Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur er nú á þriðja degi. Stefán Karl Kristjánsson verjandi Mareks fór fram á það við dóminn að þinghaldi yrði lokað meðan andleg veikindi og persónuleg sjúkrasaga Mareks yrði til umfjöllunar – eða að fjölmiðlum yrði að minnsta kosti meinað að fjalla um þann hluta málsins. Dómurinn féllst ekki á það og þinghald hélst áfram opið. Fram kom í máli geðlækna sem komu að geðmati eða meðferð á Marek að hann væri elstur þríbura. Líkt og greint var frá áður hafði Marek orðið veikur í byrjun maí 2020, tæpum tveimur mánuðum fyrir brunann, og verið lagður inn á spítala með einkenni sem talið var að gætu verið magakrabbamein. Geðlæknir hafði eftir bróðurdóttur Mareks að aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Marek hefði verið tilkynnt um að hann gæti verið með illkynja krabbamein, sem mögulega gæti leitt til dauða, hefði hegðun hans gjörbreyst – líkt og hann hefði fengið sjokk eftir þessar upplýsingar. Geðlæknar voru sammála um að álagið af legu hans á deildinni, þegar hann stóð í þeirri trú að hann væri mögulega að deyja, hafi komið af stað andlegu veikindum hans, sem enduðu með maníu eða geðrofsástandi. Þá hefði hann staðið í þeirri trú að hann væri með illkynja krabbamein þegar bruninn varð. Síðar kom í ljós að veikindin voru ekki illkynja en ekki fyrr en eftir brunann. Samkvæmt samtölum við fjölskyldumeðlimi Mareks hefði hann jafnframt sýnt af sér hegðun gegnum tíðina sem gæti bent til þess að hann væri með geðhvarfasjúkdóm. Óljós innlögn á hergeðdeild Þá var greint frá óljósri sögu um innlögn Mareks á geðdeild á vegum pólska hersins fyrir um þrjátíu til fjörutíu árum. Geðlæknarnir sögðu allir að mjög erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um þessa innlögn og einn sagði að Marek hefði fengið einhverja greiningu þar. Hins vegar hefði Marek sjálfur sagt að hann hefði gert sér upp þessi veikindi til að komast hjá því að gegna herskyldu. Einn geðlæknir sem vann að yfirmati á Marek sagði að það væri mat hans að Marek hefði verið ófær um að bera ábyrgð á gjörðum sínum daginn sem bruninn varð. Það væri til dæmis augljóst af upptökum úr búkmyndavélum lögreglu og af þeirri hegðun hans sem geðlæknarnir urðu sjálfir vitni að. Þá töldu geðlæknarnir afar ólíklegt að Marek hefði gert sér einkenni sín upp. Antíbíómanía? Þá var töluverðu púðri varið í umræðu um svokallaða „antíbíómaníu“, maníuástand sem orsakast getur af inntöku sýklalyfja. Geðlæknar voru spurðir að því hvort sýklalyf sem Marek fékk á magadeild Landspítalans gætu hafa framkallað veikindi hans. Einn taldi það með ólíkindum og hinir töldu það í það minnsta afar ólíklegt. Dæmi væru vissulega um að sjúklingar sýndu maníueinkenni eftir að fá slík lyf en það væri mjög sjaldgæft. Líkt og fram hefur komið er Marek metinn ósakhæfur. Geðlæknarnir voru allir inntir eftir því hvort þeir teldu að Marek þyrfti að sæta öryggisráðstöfunum, verði hann fundinn sekur. Einn taldi ekki þörf á því en hinir töldu öruggast að hann fengi einhvers konar eftirfylgni, til að mynda á réttargeðdeild. Þá voru geðlæknarnir þeirrar skoðunar að það breytti engu um téða eftirfylgni hvort veikindi Mareks væru tilkomin vegna geðræns sjúkdóms, áfalls eða sýklalyfjanna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41 Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41 Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Komst út á hnjánum vafinn í sæng og svo haldið sofandi í mánuð Íbúi að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola síðdegis 25. júní, var tvo mánuði á sjúkrahúsi og þar af haldið sofandi í mánuð eftir brunann. Hann þurfti að gangast undir húðágræðslu vegna brunasára. Þá lýsti hann því að þegar var byrjað að skíðloga í húsinu þegar hann áttaði sig á því að kviknað væri í. 28. apríl 2021 10:41
Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. 27. apríl 2021 16:41
Hvarf inn í reykinn og sást ekki meir Lögreglumenn sem voru með þeim fyrstu á vettvang brunans að Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar lýsa algjöru „kaosástandi“. Fólk hafi legið í götunni eftir að hafa kastað sér út úr húsinu og ekki hafi verið unnt að hjálpa öllum; maður á þriðju hæð hafi til dæmis „horfið inn í reykinn“ og ekki sést meir. 27. apríl 2021 13:47