Reykjavíkurborg upplýsti ekki strax um myglu Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. apríl 2021 11:30 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun