Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 28-26 | Hörkuleikur í Mýrinni Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. maí 2021 15:15 Stjarnan vann góðan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann góðan tveggja marka sigur á ÍBV í Mýrinni í dag og kom þar með í veg fyrir að Eyjastúlkur kæmust í 3. sæti Olís-deildarinnar. Lokatölur 28-26. Fyrri hálfleikur fór vel af stað. Liðin skiptust á að taka forystuna á fyrstu mínutunum. Þegar um stundarfjórðungur var liðin voru ÍBV komnar tveimur mörkum yfir. Þá tekur Sigurður Bragason leikhlé en það virtist kveikja í Stjörnunni sem jöfnuðu leikinn, 8-8. Stjarnan komu sér mest í 4 marka forystu, 12-8. ÍBV fóru að gefa í og voru hálfleikstölur 14-13. ÍBV náðu að jafna á fyrstu mínútum í seinni hálfleik en Stjarnan gaf þá meira í. Stjarnan leiddi með 2-3 mörkum bróðurpart seinni hálfleiks. Þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 21-20. ÍBV náði að jafna þegar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og vann Stjarnan með tveimur mörkum, 28-26. Af hverju vann Stjarnan? Þær voru mun agaðri í dag. Þær voru að spila vel sóknarlega og svo hrökk varnarleikurinn og markvarslan í gang í seinni hálfleik og það sigldi sigrinum heim. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var Helena Rut Örvarsdóttir atkvæðamest með 9 mörk. Eva Björk Davíðsdóttir var með 7 mörk. Tinna Húnbjörg hrökk í gang í markinu og varði mikilvæga bolta í seinni hálfleik. ÍBV var Harpa Valey Gylfadóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafhildur Hanna og Birna Berg voru með 4 mörk hvor. Hvað gekk illa? Það var eins og ÍBV náði ekki að halda þessu jöfnu eða koma sér í forystu. Alltaf þegar þær voru nálægt því þá misstu þær þetta niður og eru tæknifeilar og klaufaskapur sóknarlega sem verður þeim að falli í dag. Hvað gerist næst? Næstu leikir liðana eru á móti Hafnarfjarðarliðunum. ÍBV tekur á móti FH 8. maí kl 13:30 í Vestmannaeyjum. Á sama tíma sækir Stjarnan, Hauka heim á Ásvelli. Birna Berg: Ég er bara svekkt ef ég á að segja eins og er Birna Berg, leikmaður ÍBVVísir: Hulda Margrét „Ég er bara svekkt ef ég á að segja eins og er. Við spilum sóknarleik. Klúðruðum samt helling af dauðafærum sem fór með leikinn hjá okkur,“ sagði Birna Berg, leikmaður ÍBV eftir leikinn. ÍBV voru yfir á tímabili en misstu það frá sér og áttu erfitt með að komast aftur inn í leikinn. „Ég hugsa að það hafi verið varnarleikurinn. Við náðum að jafna þær en það er vörnin sem kemur sjálfstraustinu í liðið og við vorum ekki alveg að smella í vörninni. Við erum að skora 26 mörk og mér finnst við eiga að vinna á því.“ Sunna Jónsdóttir er meidd og óvíst hvort að hún verði orðin klár fyrir úrslitakeppni. „Við verðum bara að sjá. Sunna er hjartað í sókn og vörn og mikill missir að hún sé ekki með en ég veit ekki hvort hún verði klár.“ Næsti leikur er við FH. „Þetta er leikur sem við verðum að vinna ef við ætlum að halda okkur í 4. sæta. Við verðum að mæta tilbúnar í þann leik. Við erum ekki búnar að tryggja okkur sæti þannig þetta er úrslitaleikur fyrir okkur,“ sagði Birna að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur „Ég er stolt og glöð. Frábær sigur og ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur en rosalega sterkt að klára með sigri,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á ÍBV í dag. 1. maí 2021 15:45
Stjarnan vann góðan tveggja marka sigur á ÍBV í Mýrinni í dag og kom þar með í veg fyrir að Eyjastúlkur kæmust í 3. sæti Olís-deildarinnar. Lokatölur 28-26. Fyrri hálfleikur fór vel af stað. Liðin skiptust á að taka forystuna á fyrstu mínutunum. Þegar um stundarfjórðungur var liðin voru ÍBV komnar tveimur mörkum yfir. Þá tekur Sigurður Bragason leikhlé en það virtist kveikja í Stjörnunni sem jöfnuðu leikinn, 8-8. Stjarnan komu sér mest í 4 marka forystu, 12-8. ÍBV fóru að gefa í og voru hálfleikstölur 14-13. ÍBV náðu að jafna á fyrstu mínútum í seinni hálfleik en Stjarnan gaf þá meira í. Stjarnan leiddi með 2-3 mörkum bróðurpart seinni hálfleiks. Þegar stundarfjórðungur var liðin var staðan 21-20. ÍBV náði að jafna þegar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og vann Stjarnan með tveimur mörkum, 28-26. Af hverju vann Stjarnan? Þær voru mun agaðri í dag. Þær voru að spila vel sóknarlega og svo hrökk varnarleikurinn og markvarslan í gang í seinni hálfleik og það sigldi sigrinum heim. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var Helena Rut Örvarsdóttir atkvæðamest með 9 mörk. Eva Björk Davíðsdóttir var með 7 mörk. Tinna Húnbjörg hrökk í gang í markinu og varði mikilvæga bolta í seinni hálfleik. ÍBV var Harpa Valey Gylfadóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafhildur Hanna og Birna Berg voru með 4 mörk hvor. Hvað gekk illa? Það var eins og ÍBV náði ekki að halda þessu jöfnu eða koma sér í forystu. Alltaf þegar þær voru nálægt því þá misstu þær þetta niður og eru tæknifeilar og klaufaskapur sóknarlega sem verður þeim að falli í dag. Hvað gerist næst? Næstu leikir liðana eru á móti Hafnarfjarðarliðunum. ÍBV tekur á móti FH 8. maí kl 13:30 í Vestmannaeyjum. Á sama tíma sækir Stjarnan, Hauka heim á Ásvelli. Birna Berg: Ég er bara svekkt ef ég á að segja eins og er Birna Berg, leikmaður ÍBVVísir: Hulda Margrét „Ég er bara svekkt ef ég á að segja eins og er. Við spilum sóknarleik. Klúðruðum samt helling af dauðafærum sem fór með leikinn hjá okkur,“ sagði Birna Berg, leikmaður ÍBV eftir leikinn. ÍBV voru yfir á tímabili en misstu það frá sér og áttu erfitt með að komast aftur inn í leikinn. „Ég hugsa að það hafi verið varnarleikurinn. Við náðum að jafna þær en það er vörnin sem kemur sjálfstraustinu í liðið og við vorum ekki alveg að smella í vörninni. Við erum að skora 26 mörk og mér finnst við eiga að vinna á því.“ Sunna Jónsdóttir er meidd og óvíst hvort að hún verði orðin klár fyrir úrslitakeppni. „Við verðum bara að sjá. Sunna er hjartað í sókn og vörn og mikill missir að hún sé ekki með en ég veit ekki hvort hún verði klár.“ Næsti leikur er við FH. „Þetta er leikur sem við verðum að vinna ef við ætlum að halda okkur í 4. sæta. Við verðum að mæta tilbúnar í þann leik. Við erum ekki búnar að tryggja okkur sæti þannig þetta er úrslitaleikur fyrir okkur,“ sagði Birna að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur „Ég er stolt og glöð. Frábær sigur og ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur en rosalega sterkt að klára með sigri,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á ÍBV í dag. 1. maí 2021 15:45
Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur „Ég er stolt og glöð. Frábær sigur og ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur og erfiður leikur en rosalega sterkt að klára með sigri,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á ÍBV í dag. 1. maí 2021 15:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti