Ráðherra gagnrýnir óvægna og ósanngjarna umræðu í garð Pólverja Snorri Másson skrifar 3. maí 2021 17:48 Guðlaugur Þór Þórðarson segir mikilvægt að íbúum Íslands sé ekki mismunað í tengslum við Covid-19, hvorki af pólskum né af öðrum erlendum uppruna. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ekki verði liðið að fólki sé mismunað hér á landi á grundvelli aukinnar smithættu frá tilteknum löndum eins og Póllandi. Hann telur faraldurinn hafa kallað fram neikvæða eiginleika í fari Íslendinga, eins og „óvægna og ósanngjarna“ umræðu um Pólverja sem ráðherra vísar til. Guðlaugur átti fund með sendiherra Póllands á Íslandi, sem lét í ljós áhyggjur af neikvæðri umræðu í garð Pólverja. Nokkuð hefur verið rætt um að Pólverjar séu þeir sem tíðast ferðist til og frá landinu þessi dægrin og að sá hópur sé þar með sá sem er líklegastur til að bera veiruna inn í samfélagið. Útbreiðsla veirunnar er enda veruleg í heimalandinu. Guðlaugur Þór Þórðarson og Gerard Pokruszyńskim sendiherra Póllands á Íslandi.Stjórnarráðið Guðlaugur segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að ásakanir sérstaklega í garð Pólverja standist ekki enda fari kórónuveiran ekki í manngreinarálit. „Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma. Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Við getum ekki liðið að fólki sé mismunað á slíkum grundvelli enda fer veiran ekki í manngreinarálit. Pólska samfélagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóðlífið og átt ríkan þátt í skapa hagsæld undanfarinna ára og umræða undanfarinna daga í þess garð er bæði óvægin og ósanngjörn,“ segir Guðlaugur Þór. Um tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir á Íslandi og eru þeir langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Komið hefur fram í gögnum sóttvarnalæknis að af heildarfjölda þeirra sem greinast í fyrri sýnatöku á landamærum er fólk með pólskt ríkisfang tæplega 44 prósent. Þetta gilti á tímabilinu 20. ágúst til 20. nóvember í fyrra. Hlutfall fólks með íslenskt ríkisfang var tæplega 19 prósent og um tvö prósent einstaklinga með litháískt ríkisfang. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03 Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52 Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Hann telur faraldurinn hafa kallað fram neikvæða eiginleika í fari Íslendinga, eins og „óvægna og ósanngjarna“ umræðu um Pólverja sem ráðherra vísar til. Guðlaugur átti fund með sendiherra Póllands á Íslandi, sem lét í ljós áhyggjur af neikvæðri umræðu í garð Pólverja. Nokkuð hefur verið rætt um að Pólverjar séu þeir sem tíðast ferðist til og frá landinu þessi dægrin og að sá hópur sé þar með sá sem er líklegastur til að bera veiruna inn í samfélagið. Útbreiðsla veirunnar er enda veruleg í heimalandinu. Guðlaugur Þór Þórðarson og Gerard Pokruszyńskim sendiherra Póllands á Íslandi.Stjórnarráðið Guðlaugur segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að ásakanir sérstaklega í garð Pólverja standist ekki enda fari kórónuveiran ekki í manngreinarálit. „Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma. Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Við getum ekki liðið að fólki sé mismunað á slíkum grundvelli enda fer veiran ekki í manngreinarálit. Pólska samfélagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóðlífið og átt ríkan þátt í skapa hagsæld undanfarinna ára og umræða undanfarinna daga í þess garð er bæði óvægin og ósanngjörn,“ segir Guðlaugur Þór. Um tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir á Íslandi og eru þeir langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Komið hefur fram í gögnum sóttvarnalæknis að af heildarfjölda þeirra sem greinast í fyrri sýnatöku á landamærum er fólk með pólskt ríkisfang tæplega 44 prósent. Þetta gilti á tímabilinu 20. ágúst til 20. nóvember í fyrra. Hlutfall fólks með íslenskt ríkisfang var tæplega 19 prósent og um tvö prósent einstaklinga með litháískt ríkisfang.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03 Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52 Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03
Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52
Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35