Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 21:53 Breiðholtið í kvöldsólinni: Reykkennt ský yfir borginni átti upptök sín í mekkinum úr Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01