Gróðureldar – hvað getur ÞÚ gert? Eyrún Viktorsdóttir skrifar 5. maí 2021 16:00 Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun