Hún segir ástandið skiljanlega hafa mikil áhrif á skólastarfið og að hún hafi fengið upplýsingar um að ástandið sé sambærilegt á öðrum leikskólum. „Ég er búin að biðja foreldra um að halda börnum heima. Það er meira helmingur starfsfólks fjarverandi.“
Stór hluti fólk í kennarastétt fékk boð um að mæta í bólusetningu í gær, en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að farið var eftir nöfnum fólks. Náðist að boða leikskólakennara með nöfn sem byrja á bókstöfum A til K og A til L grunnskólum.
Fólk í prófum í forgangi
Soffía segist hafa sent boð á foreldra í morgun og beðið alla þá sem geta að halda börnum heima í dag. „Þeir sem eru í prófum, þeir hafa forgang hjá okkur. Við reynum að gera eins vel og við getum.“
Soffía segir að tuttugu af 38 starfsmönnum skólans hafi farið í bólusetningu í gær. „Fólk er bara mjög veikt, háan hita og beinverki. Þetta er bara svona.“
Dásamlegt sumar framundan
Soffía segir það frábært að starfsfólk leikskólans og annarra leikskóla skuli nú komast í bólusetningu. „Þetta mun létta okkur lífið gífurlega. Við tökum þessu, en það er gífurleg gleði og svo getum við farið að lifa eðlilegu lífi. Það er dásamlegt sumar framundan.“
Soffía heyrt í öðrum leikskólastjórum og segir sömu sögu að segja þaðan. „Það eru rosalega margir veikir. Við erum samt þakklát fyrir góða veðrið. Við getum því verið úti. Það bjargar okkur í dag.“