Rannsókn málsins miðar vel að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Kærasta hins látna kom að honum í sárum sínum fyrir utan heimili þeirra í Vindakór í Kópavogi á föstudeginum langa. hann lést af áverkunum en talið er að bíl hafi verið ekið á hann.
Maðurinn sem er með stöðu sakbornings var ypphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald á páskadag, en það rann svo út 9. apríl. Hann var þá úrskurðaður í fjögurra vikna farbann sem rann út í dag.
Verjandi mannsins tjáði Vísi í apríl að skjólstæðingur sinn héldi því fram að um slys hafi verið að ræða og lýsti hann málinu sem harmleik.