Tugir í sóttkví í Skagafirði eftir að fjórir greindust smitaðir Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 11:08 Frá Sauðárkróki Wikipedia/Steinib68 Sýnatökur og smitrakning eru nú í fullum gangi og tugir manna eru farnir í sóttkví eftir að staðfest var að fjórir væru smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og Skagafirði í gær. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir of snemmt að tala um hópsmit en að líkur sé á að sýkingin nú sé meiri að umfangi en sveitarfélagið hafi lent í til þessa í faraldrinum. „Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, við Vísi. Hann segist ekki geta greint frá því á hvaða vinnustað smitin komu upp en segir þau þó ekki tengjast skólastarfsemi. Samkvæmt síðustu staðfestu tölum séu fjórir smitaðir og fjöldi þeirra sem séu komnir í sóttkví hlaupi á tugum. „Það eru alveg líkur á því að þetta sé stærra umfang en við höfum lent í áður. Við höfum nú sloppið mjög vel hingað til,“ segir sveitarstjórinn. Þrír af þeim fjórum sem hafa greinst með kórónuveirusmit voru í sóttkví, að því er kemur fram í færslu lögeglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook í dag. Alls séu 72 í sóttkví á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Af þeim eru 58 á Sauðárkróki. Sigfús Ingi segir að sá fjöldi sem sé í sóttkví eða smitaður af veirunni geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu í komandi viku en óljóst er á þessari stundu hversu mikil. „Það eru miklar sýnatökur núna yfir helgina og rakningarteymið er að störfum þannig að við erum bara aðeins að reyna að ná utan um þetta,“ segir hann. Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, við Vísi. Hann segist ekki geta greint frá því á hvaða vinnustað smitin komu upp en segir þau þó ekki tengjast skólastarfsemi. Samkvæmt síðustu staðfestu tölum séu fjórir smitaðir og fjöldi þeirra sem séu komnir í sóttkví hlaupi á tugum. „Það eru alveg líkur á því að þetta sé stærra umfang en við höfum lent í áður. Við höfum nú sloppið mjög vel hingað til,“ segir sveitarstjórinn. Þrír af þeim fjórum sem hafa greinst með kórónuveirusmit voru í sóttkví, að því er kemur fram í færslu lögeglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook í dag. Alls séu 72 í sóttkví á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi. Af þeim eru 58 á Sauðárkróki. Sigfús Ingi segir að sá fjöldi sem sé í sóttkví eða smitaður af veirunni geti haft áhrif á atvinnustarfsemi á svæðinu í komandi viku en óljóst er á þessari stundu hversu mikil. „Það eru miklar sýnatökur núna yfir helgina og rakningarteymið er að störfum þannig að við erum bara aðeins að reyna að ná utan um þetta,“ segir hann.
Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira