Háskóli norðurslóða í tuttugu ár Eyjólfur Guðmundsson skrifar 14. maí 2021 12:00 Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Akureyri Norðurslóðir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður. Af þessu tilefni veitti Háskólinn á Akureyri viðurkenningu til Þorsteins Gunnarssonar, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri og Níelsi Einarssyni, forstöðumanni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar fyrir ötult starf í þágu norðurslóða. Viðurkenninguna afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Næstkomandi laugardag, þann 15. maí, hefst svo árleg ráðstefna Háskóla norðurslóða – sem að þessu sinni er haldin hér á landi og er hún liður í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Árið 2001 tóku Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar höndum saman með öðrum norðlægum háskólum og rannsóknastofnunum og stofnuðu Háskóla norðurslóða. Hugmyndin var lengi í mótun og ekki var hópurinn stór í upphafi, eða nítján fulltrúar stofnana frá norðurskautsríkjunum átta. Þó kom það fljótt í ljós að heilmikil atorka bjó í hugsjóninni sem sameinaði þessar stofnanir: Að berjast á móti hugmyndafræðinni um að norðurslóðir væru jaðarsvæði sem ungt fólk þyrfti að flytja frá til menntunar og að með því að beita sameinuðum kröftum væri hægt að bjóða öllu ungu fólki á norðurslóðum upp á menntun sem endurspeglaði veruleika þeirra og umhverfi. Ungt fólk sem átti margt sameiginlegt – eins og kom á daginn þegar stofnanirnar fóru að styðja við nemendaskipti sín á milli. Háskólinn á Akureyri hefur þannig um langt skeið staðið fyrir námi og rannsóknum í málefnum norðurslóða; í þágu íbúa á norðursvæðum og fyrir bætt lífsgæði þeirra. Frá upphafi hefur HA átt gott samstarf við aðra háskóla á norðlægum svæðum sem fást við svipuð vandamál og við er að etja hér á landi, og má þar meðal annarra nefna Háskólann í Lapplandi í Rovaniemi, Háskólann í Oulu, Háskólann í Tromsö, og Háskólann í Alaska, Fairbanks. Fyrir tuttugu árum þekktist varla að íslenskir háskólar legðu markvisst áherslu á málefni norðurslóða og var því um nýung að ræða sem sýnir vel framsýni stofnanna í norðurslóðaumhverfinu sem var í mótun á Akureyri á þessum tíma. Hins vegar hefur vaxandi þýðing svæðisins í alþjóðasamskiptum og almennri þjóðfélagsumræðu dregið fram mikilvægi norðurslóðafræða og fjölmargar aðrar stofnanir samfélagsins leggja nú áherslu á norðurslóðamál í sinni starfsemi. Í dag standa yfir 200 háskóla- og rannsóknastofnanir, ásamt samtökum frumbyggja, að Háskóla norðurslóða, fyrst og fremst frá þeim átta löndum sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu. Fyrir tilstuðlan þessa merka frumkvöðlastarfs sem hér hefur verið rakið hefur byggst upp öflugt fræðasamfélag háskóla- og rannsóknastofnana sem oft er kennt við Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri. Á Borgum starfar fjöldi sérfræðinga á stofnunum sem sinna ólíkum hliðum sjálfbærni og samfélags- og umhverfisbreytinga á Norðurslóðum, þar sem samspil manns og náttúru í heimi örra breytinga er í forgrunni. Árangur þessa margþætta starfs hefur verið eftirtektarverður og mikilvægur síðustu ár. Til að styrkja stöðu og ímynd Íslands sem norðurslóðaríkis enn frekar er því mikilvægt að efla þessa starfsemi og veita jafnframt fé til rannsókna á málefnum samfélaga á norðurslóðum – því það eru samfélögin sjálf sem verða fyrir mestum áhrifum af loftslagsbreytingum næstu áratuga. Þessi klasi á sér ekkert formlegt nafn. Við sem störfum í kringum þetta merka starf köllum hann í daglegu tali Norðurslóðamiðstöð Íslands, enda þykjumst við vita að sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi er nauðsynleg til að styðja við og efla það margvíslega starf sem fer nú fram víða um land og tengist norðurslóðum. Væri ekki góð leið til að sýna í verki vilja nefndar um norðurslóðastefnu Íslands og setja slíka stofnun á fót formlega, byggt á grunni þess öfluga umhverfis sem skapast hefur að Norðurslóð á Norðurlandi? Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun