Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Jakob Bjarnar skrifar 12. maí 2021 14:54 Kristján Þór Júlíusson baðst afsökunar á því, í upphafi fundar um skýrslu sem fjallar um ástand og horfur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum, með því að biðjast afsökunar á því hvernig upplýsingagjöf ráðuneytisins var háttað. vísir/vilhelm Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. Nú stendur yfir streymisfundur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson ráðherra ávarpaði gesti áður en fundur hófst um skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, og tengdum greinum, með afsökunarbeiðni. „Áður en við byrjum fundinn vil ég geta þess hér að það voru mistök gerð við birtingu skýrslunnar sem mér þykir afskaplega leitt, því innihald og efnistök skýrslunnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla. Og því betur sem hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og vona að við drögum lærdóm af þeim.“ Þórð Snæ rak í rogastans þegar hann sá að blaðamenn Morgunblaðsins höfðu gert sér mat úr efni skýrslunnar, en hana höfðu þeir undir höndum sem og blaðamenn Viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þórður Snær taldi einsýnt að þarna væri verið að velja sérstaklega vilhalla fjölmiðla til að matreiða þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Svo mörg voru þau orð og líklega hafa þeir sem ekki lásu Vísi í morgun átt erfitt með að átta sig á því hvað það var nákvæmlega sem Kristján Þór var að biðjast afsökunar á. En Vísir greindi frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hafi farið þess á leit að kynna sér efni skýrslunnar, með svokölluðu embargó-i, sem þýðir að ekki yrði vitnað til þess fyrr en fundur hæfist. Svar frá ráðuneytinu við þeirri umleitan var þvert nei. Sjávarútvegur Fiskeldi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
Nú stendur yfir streymisfundur á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson ráðherra ávarpaði gesti áður en fundur hófst um skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, og tengdum greinum, með afsökunarbeiðni. „Áður en við byrjum fundinn vil ég geta þess hér að það voru mistök gerð við birtingu skýrslunnar sem mér þykir afskaplega leitt, því innihald og efnistök skýrslunnar eru með þeim hætti að hún á erindi við alla. Og því betur sem hún er kynnt þeim mun betra fyrir allt og alla. Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum leiðu mistökum og vona að við drögum lærdóm af þeim.“ Þórð Snæ rak í rogastans þegar hann sá að blaðamenn Morgunblaðsins höfðu gert sér mat úr efni skýrslunnar, en hana höfðu þeir undir höndum sem og blaðamenn Viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þórður Snær taldi einsýnt að þarna væri verið að velja sérstaklega vilhalla fjölmiðla til að matreiða þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Svo mörg voru þau orð og líklega hafa þeir sem ekki lásu Vísi í morgun átt erfitt með að átta sig á því hvað það var nákvæmlega sem Kristján Þór var að biðjast afsökunar á. En Vísir greindi frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hafi farið þess á leit að kynna sér efni skýrslunnar, með svokölluðu embargó-i, sem þýðir að ekki yrði vitnað til þess fyrr en fundur hæfist. Svar frá ráðuneytinu við þeirri umleitan var þvert nei.
Sjávarútvegur Fiskeldi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira