Fylfullar hryssur geta frestað köstun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2021 19:31 Sigurður Ingi með leirljósa hestfolaldið, sem þau Elsa fengu í vikunni. Gleði og Urður eru með á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni. Þegar ráðherrabílstjóri Sigurðar Inga keyrir hann heim í Syðra Langholt í Hrunamannahreppi eftir langan og strangan vinnudag þá er oftast fyrsta verk Sigurðar að klæða sig úr ráðherrafötunum og fara í hestafötin því hann og Elsa Ingjaldsdóttir, konan hans eru að rækta hross á staðnum. Nú voru þau að fá fyrsta folald vorsins og eru að sjálfsögðu rígmontin með það. Sigurður Ingi er fljótur að bregða sér úr ráðherrafötunum í hestafötin þegar hann kemur heim eftir vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Folaldið er undan rauðri meri, sem heitir Gleði og graðhesti, sem heitir Draupnir og er líka leirljós eins og folaldið. Þetta er það skemmtilegasta við hestamennskuna, rækta og vonast til að fá það, sem maður er að sækjast eftir. Það stóð til núna að fá leirljóst og fallegt, helst meri, maður fær ekki allt, þetta er hestur en hann er gullfallegur,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir segir að fylfullar merar hafi þann einstaka hæfileika að geta frestað köstun um nokkrar vikur sé mjög kalt úti, ekki síst á nóttunni, eins og verið hefur í vor. „Já, Gleði átti að kasta í byrjun maí en hún lét bíða eftir sér í rúma viku. Þær gera það jafnvel stundum lengur ef það er mjög kalt.“ Móðir Gleði er brún og heitir Urður. Hún gengur nú með sitt 12 folald en Gleði var að kasta sínu fyrsta. En er komið nafn á folaldið? „Elsa átti einu sinni leirljósan hest, sem hét Geisli. Hún er allavega búin að leggja þá pöntun inn. Ætli ég verð ekki við því,“ segir Sigurður Ingi glottandi. Folaldið fær nafnið GeisliMagnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þegar ráðherrabílstjóri Sigurðar Inga keyrir hann heim í Syðra Langholt í Hrunamannahreppi eftir langan og strangan vinnudag þá er oftast fyrsta verk Sigurðar að klæða sig úr ráðherrafötunum og fara í hestafötin því hann og Elsa Ingjaldsdóttir, konan hans eru að rækta hross á staðnum. Nú voru þau að fá fyrsta folald vorsins og eru að sjálfsögðu rígmontin með það. Sigurður Ingi er fljótur að bregða sér úr ráðherrafötunum í hestafötin þegar hann kemur heim eftir vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Folaldið er undan rauðri meri, sem heitir Gleði og graðhesti, sem heitir Draupnir og er líka leirljós eins og folaldið. Þetta er það skemmtilegasta við hestamennskuna, rækta og vonast til að fá það, sem maður er að sækjast eftir. Það stóð til núna að fá leirljóst og fallegt, helst meri, maður fær ekki allt, þetta er hestur en hann er gullfallegur,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir segir að fylfullar merar hafi þann einstaka hæfileika að geta frestað köstun um nokkrar vikur sé mjög kalt úti, ekki síst á nóttunni, eins og verið hefur í vor. „Já, Gleði átti að kasta í byrjun maí en hún lét bíða eftir sér í rúma viku. Þær gera það jafnvel stundum lengur ef það er mjög kalt.“ Móðir Gleði er brún og heitir Urður. Hún gengur nú með sitt 12 folald en Gleði var að kasta sínu fyrsta. En er komið nafn á folaldið? „Elsa átti einu sinni leirljósan hest, sem hét Geisli. Hún er allavega búin að leggja þá pöntun inn. Ætli ég verð ekki við því,“ segir Sigurður Ingi glottandi. Folaldið fær nafnið GeisliMagnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira